| Sf. Gutt
Daniel Sturridge fór á dögunum í mjaðmaaðgerð. Aðgerðin var gerð í Bandaríkjunum en þar hefur Daniel verið hjá þarlendum sérfræðingum. Reyndar er þetta önnur dvöl Daniel hjá læknum í Bandaríkjunum. Aðgerðin sem tókst vel á að binda endi á þrálát meiðsli enska landsliðsframherjans.
Daniel lék fyrstu þrjá leikina á leiktíðinni en svo, eftir meiðsli sem hann varð fyrir á landsliðsæfingu, var hann frá þar til í lok janúar. Eftir það kom hann til leiks en náði sér aldrei verulega á strik. Bikarleikurinn í Blackburn snemma í apríl reyndist síðasti leikur hans á leiktíðinni.
Það endaði svo með því að Brendan Rodgers og læknalið Liverpool tók þá ákvörðun að senda Daniel til lækninga vestur yfir haf. Þar varð úr að gera þessa mjaðmaaðgerð sem vonandi bindur endi á meiðslasögu Daniel. Búist er við að hann geti komist til leiks í byrjun næsta keppnistímabils en hann gæti misst af undirbúningstímabilinu.
TIL BAKA
Daniel Sturridge búinn í aðgerð

Daniel lék fyrstu þrjá leikina á leiktíðinni en svo, eftir meiðsli sem hann varð fyrir á landsliðsæfingu, var hann frá þar til í lok janúar. Eftir það kom hann til leiks en náði sér aldrei verulega á strik. Bikarleikurinn í Blackburn snemma í apríl reyndist síðasti leikur hans á leiktíðinni.
Það endaði svo með því að Brendan Rodgers og læknalið Liverpool tók þá ákvörðun að senda Daniel til lækninga vestur yfir haf. Þar varð úr að gera þessa mjaðmaaðgerð sem vonandi bindur endi á meiðslasögu Daniel. Búist er við að hann geti komist til leiks í byrjun næsta keppnistímabils en hann gæti misst af undirbúningstímabilinu.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Af leikmannamálum -
| Sf. Gutt
Styttist í endurkomu -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Vítaspyrnuþurrkur! -
| Sf. Gutt
Rhys Williams kominn heim -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Sf. Gutt
Mikil meiðsli hafa gert erfitt fyrir -
| Sf. Gutt
Aftur til Brighton -
| Heimir Eyvindarson
Verdi ferðaskrifstofa þjónustar Liverpoolklúbbinn -
| Sf. Gutt
Bikarmeistararnir áfram!
Fréttageymslan