| Sf. Gutt
Blackburn Rovers v Liverpool
Liverpool hefur tapað tveimur leikjum í röð. Töpin hafa sett stórt strik í reikninginn um Meistaradeildarsæti. Af þeim sökum má segja að mikilvægi leiks aukaleiks Liverpool og Blackburn Rovers í átta liða úrslitum í F.A. bikarnum sé enn meira. Vissulega getur Liverpool ennþá náð einu af fjórum efstu sætum deildarinnar en mörgum stuðningsmönnum Liverpool þykir að nú sé mikilvægara að reyna að vinna F.A. bikarinn. Til þess að svo megi verða dugar ekkert annað en að vinna á Ewood Park annað kvöld. Leikið verður til þrautar með framlengingu og vítaspyrnukeppni ef með þarf.
Það má færa rök fyrir því að slakt gengi Liverpool í síðustu tveimur leikjum hafi byrjað þegar Blackburn kom í heimsókn á Anfield. Þar náði Liverpool ekki að brjóta Blackburn á bak aftur og liðin skildu jöfn án marka. Í næsta leik náði Liverpool reyndar að herja fram góðan 0:1 útisigur í Swansea en eftir hafa fylgt tveir slæmir tapleikir. En hvers vegna fór að halla undan fæti eftir gott gengi frá því í desember?
Vörnin hefur gefið eftir en mestu skiptir þó að í síðustu fjórum leikjum hefur Liverpool aðeins skorað þrjú mörk. Daniel Sturridge er ekki kominn í gang eftir langvarandi meiðsli. Mario Balotelli sést sjaldan vegna meiðsla eða einhvers. Philippe Coutinho hefur ekki náð sínu besta í síðustu leikjum. Raheem Sterling er heldur ekki upp á sitt besta. Rickie Lambert og Fabio Borini hafa ekki sést lengi úti á grasi. Reyndar mætti lengi telja í þeim efnum sem snúa að því að vera ekki upp á sitt besta. Við bætist annað kvöld að Steven Gerrard, Martin Skrtel og Emre Can eru allir í leikbanni. Heimamenn eru segir og þetta allt er líklega ávísun á þæfing þó það líði að vori. Brendan Rodgers þarf að finna lausnir og það strax.
Sigur annað kvöld færir Liverpool farseðil á Wembley í undanúrslitaleik og slíkt er bæði gleðiefni og styrkjandi meðal þegar slæmska herjar á menn. Allir muna eftir stemmningunni þegar Liverpool fór þrisvar á Wembley undir stjórn Kenny Dalglish á leiktíðinni 2011/12. Þessi bikarvegferð Liverpool hefur reyndar verið þæfingur alla leiðina hingað til. Liverpool marði Wimbledon, þurfti aukaleik við Bolton eftir jafntefli á Anfield og hafði útisigur á Crystal Palace eftir að hafa lent undir. Ég spái sömu uppskrift og gegn Bolton. Mótherjinn lið úr næst efstu deild sem byrjar á B. Ekkert mark á Anfield og Liverpool vinnur harðsóttan sigur 1:2 á útivelli. Jordan Henderson og Daniel Sturridge skora. Það verður að halda lífi í þessari leiktíð og það gerist best með því að komast áfram í F.A. bikarnum!
YNWA
Hér má sjá leikmenn Liverpool undirbúa sig fyrir leikinn við Blackburn.
TIL BAKA
Spáð í spilin
Blackburn Rovers v Liverpool
Liverpool hefur tapað tveimur leikjum í röð. Töpin hafa sett stórt strik í reikninginn um Meistaradeildarsæti. Af þeim sökum má segja að mikilvægi leiks aukaleiks Liverpool og Blackburn Rovers í átta liða úrslitum í F.A. bikarnum sé enn meira. Vissulega getur Liverpool ennþá náð einu af fjórum efstu sætum deildarinnar en mörgum stuðningsmönnum Liverpool þykir að nú sé mikilvægara að reyna að vinna F.A. bikarinn. Til þess að svo megi verða dugar ekkert annað en að vinna á Ewood Park annað kvöld. Leikið verður til þrautar með framlengingu og vítaspyrnukeppni ef með þarf.
Það má færa rök fyrir því að slakt gengi Liverpool í síðustu tveimur leikjum hafi byrjað þegar Blackburn kom í heimsókn á Anfield. Þar náði Liverpool ekki að brjóta Blackburn á bak aftur og liðin skildu jöfn án marka. Í næsta leik náði Liverpool reyndar að herja fram góðan 0:1 útisigur í Swansea en eftir hafa fylgt tveir slæmir tapleikir. En hvers vegna fór að halla undan fæti eftir gott gengi frá því í desember?
Vörnin hefur gefið eftir en mestu skiptir þó að í síðustu fjórum leikjum hefur Liverpool aðeins skorað þrjú mörk. Daniel Sturridge er ekki kominn í gang eftir langvarandi meiðsli. Mario Balotelli sést sjaldan vegna meiðsla eða einhvers. Philippe Coutinho hefur ekki náð sínu besta í síðustu leikjum. Raheem Sterling er heldur ekki upp á sitt besta. Rickie Lambert og Fabio Borini hafa ekki sést lengi úti á grasi. Reyndar mætti lengi telja í þeim efnum sem snúa að því að vera ekki upp á sitt besta. Við bætist annað kvöld að Steven Gerrard, Martin Skrtel og Emre Can eru allir í leikbanni. Heimamenn eru segir og þetta allt er líklega ávísun á þæfing þó það líði að vori. Brendan Rodgers þarf að finna lausnir og það strax.
Sigur annað kvöld færir Liverpool farseðil á Wembley í undanúrslitaleik og slíkt er bæði gleðiefni og styrkjandi meðal þegar slæmska herjar á menn. Allir muna eftir stemmningunni þegar Liverpool fór þrisvar á Wembley undir stjórn Kenny Dalglish á leiktíðinni 2011/12. Þessi bikarvegferð Liverpool hefur reyndar verið þæfingur alla leiðina hingað til. Liverpool marði Wimbledon, þurfti aukaleik við Bolton eftir jafntefli á Anfield og hafði útisigur á Crystal Palace eftir að hafa lent undir. Ég spái sömu uppskrift og gegn Bolton. Mótherjinn lið úr næst efstu deild sem byrjar á B. Ekkert mark á Anfield og Liverpool vinnur harðsóttan sigur 1:2 á útivelli. Jordan Henderson og Daniel Sturridge skora. Það verður að halda lífi í þessari leiktíð og það gerist best með því að komast áfram í F.A. bikarnum!
YNWA
Hér má sjá leikmenn Liverpool undirbúa sig fyrir leikinn við Blackburn.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Arne Slot setur nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Stóð sannarlega undir væntingum! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Stórsigur í Deildarbikarnum! -
| Sf. Gutt
Íslenskir heiðursgestir á Anfield! -
| Sf. Gutt
Trent kominn upp í 100! -
| Sf. Gutt
Sorgarfréttir -
| Sf. Gutt
Fjórir sigrar í röð í Mílanó! -
| Sf. Gutt
Ótrúlegur munur! -
| Sf. Gutt
Til hamingju!
Fréttageymslan