| Sf. Gutt
Fernando Torres var í desember í einhverjum fjölmiðlum orðaður við endurkomu til Liverpool. Líklega var ekkert hæft í því en hann endaði samt hjá fyrrum félagi sínu.
Fernando var á síðasta sumri lánaður frá Chelsea til AC Milan. Ítalska félagið keypti svo Spánverjann en lánaði hann strax í byrjun ársins til Atletico Madrid en þar hóf Fernando auðvitað feril sinn. Fernando var hylltur á Vicente Calderon síðasta sunnudag fyrir framan sína gömlu stuðningsmenn og mættu hvorki fleiri né færri en 45.000 mættu á svæðið.
Fernando Torres lék með Liverpool frá 2007 til 2001. Hann spilaði 142 leiki og skoraði 81 mark. Spánverjinn var svo seldur til Chelsea fyrir metfé 50 milljónir sterlingspunda en náði sér aldrei vel á strik þar á bæ. Hann náði þó að næla sér í verðlaunapeninga fyrir sigur í Meistara- og Evrópudeildinni svo og F.A. bikarnum.
Líklega hefur aldrei staðið til að hann kæmi aftur til Liverpool en hann er að minnsta kosti kominn aftur til Atletico Madrid og mun vera mjög hamingjusamur með það. Það sama má segja um stuðningsmenn Atletico.
Fyrsti leikur Fernando eftir endurkomuna hefði svo ekki getað farið betur en liðið vann 2:0 sigur á grönnum sínum Real í spænsku bikarkeppninni. Þetta var fyrri leikur liðanna í 16 liða úrslitum.
Hér má sjá myndskeið frá móttökuathöfninni á heimavelli Atletico Madrid.
TIL BAKA
Fernando kominn heim
Fernando Torres var í desember í einhverjum fjölmiðlum orðaður við endurkomu til Liverpool. Líklega var ekkert hæft í því en hann endaði samt hjá fyrrum félagi sínu.
Fernando var á síðasta sumri lánaður frá Chelsea til AC Milan. Ítalska félagið keypti svo Spánverjann en lánaði hann strax í byrjun ársins til Atletico Madrid en þar hóf Fernando auðvitað feril sinn. Fernando var hylltur á Vicente Calderon síðasta sunnudag fyrir framan sína gömlu stuðningsmenn og mættu hvorki fleiri né færri en 45.000 mættu á svæðið.
Fernando Torres lék með Liverpool frá 2007 til 2001. Hann spilaði 142 leiki og skoraði 81 mark. Spánverjinn var svo seldur til Chelsea fyrir metfé 50 milljónir sterlingspunda en náði sér aldrei vel á strik þar á bæ. Hann náði þó að næla sér í verðlaunapeninga fyrir sigur í Meistara- og Evrópudeildinni svo og F.A. bikarnum.
Líklega hefur aldrei staðið til að hann kæmi aftur til Liverpool en hann er að minnsta kosti kominn aftur til Atletico Madrid og mun vera mjög hamingjusamur með það. Það sama má segja um stuðningsmenn Atletico.
Fyrsti leikur Fernando eftir endurkomuna hefði svo ekki getað farið betur en liðið vann 2:0 sigur á grönnum sínum Real í spænsku bikarkeppninni. Þetta var fyrri leikur liðanna í 16 liða úrslitum.
Hér má sjá myndskeið frá móttökuathöfninni á heimavelli Atletico Madrid.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Harvey Elliott meiddur -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Fulltrúar Liverpool á EM -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Brighton og Liverpool – Leicester -
| Sf. Gutt
Nýr búningur kynntur -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Frábær úrslit! -
| Sf. Gutt
Merkileg tímamót! -
| Sf. Gutt
Búið að dagsetja Evrópuleikina
Fréttageymslan