| Sf. Gutt

Stolt og léttir!


Það var eftir því tekið hversu vel og innilega Adam Lallana fagnaði markið sínu á móti West Bromwich Albioin. Hann sagði það hafa verið mikinn létti að skora. Hann hafði meðal annars þetta að segja í viðtali við Liverpoolfc.com eftir leikinn. 

,,Það brutust út miklar tilfinningar hjá mér þegar ég fagnaði markinu. Ég var mjög stoltur en það var líka léttir því það er alltaf gott að komast á blað. En það var þó mikilvægara að við skyldum ná stigunum þremur og það var skref í rétta átt að gera það."

Sigurinn var sá fyrsti hjá Liverpool í deildinni frá því liðið vann Tottenham í lok ágúst. Það var því sannarlega tími til kominn að ná sigri.

,,Það var mjög mikilvægur sigur fyrir alla hjá félaginu. Það er ekki neitt leyndarmál að nokkrir síðustu leikir hafa verið okkur erfiðir en við settum undir okkur hausinn því við vissum hvað við þurftum að gera. West Brom er með seigt lið og hafði náð góðum úrslitum í síðustu tveimur leikjum. Lið reyna að gera okkur erfitt fyrir þegar þau koma hingað en strákarnir eiga hrós skilið svo og framkvæmdastjórinn og stuðningsmennirnir sem stóðu við bakið á okkur. Þegar upp var staðið náðum við að herja fram sigur og það skipti öllu."


Adam Lallana meiddist á undirbúningstímabilinu og kom seint til leiks. Hann virkaði ryðgaður í fyrstu leikjunum eftir endurkomu sína en nú virðist hann vera kominn í gang. Hann var stórgóður bæði á móti Everton og Southampton og segja má að hann hafi byrjað best af þeim leikmönnum sem Brendan Rodgers kaypti í sumar. 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan