Adam kominn af stað
Adam Lallana er kominn af stað eftir meiðsli sem hann varð fyrir á undirbúningstímabilinu. Hann spilaði og skoraði í æfingaleik um helgina.
Adam varð fyrir hnémeiðslum snemma á undirbúningstímabilinu í sumar, spilaði ekki neinn æfingaleik og gat ekki æft í nokkurn tíma. Hann er nú kominn í gang og spilaði síðasta föstudag í æfingaleik sem leikinn var fyrir luktum dyrum á Melwood. Liverpool mætti Wolves og skoraði Adam eina mark leiksins. Nokkrir af þeim aðalliðsmönnum sem ekki voru valdir í landslið spiluðu leikinn ásamt yngri mönnum. Bæði Jose Enrique og Mario Balotelli voru í liði Liverpool.
Það er vonandi að Adam komi nú sterkur til leiks eftir meiðslin því Brendan Rodgers bindur miklar vonir við þennan snjalla miðjumann.
-
| Sf. Gutt
Hvað gerist? - Uppfært í dag og fram á kvöld! -
| Sf. Gutt
Nýr varafyrirliði -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Mummi
Fjölskylduhátíð Liverpoolklúbbsins á Íslandi -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Verðlaun í fyrsta leik! -
| Sf. Gutt
Enn orðaður við Liverpool -
| Sf. Gutt
Sagan endalausa! -
| Sf. Gutt
Verðlaun í fyrsta leik!