| Sf. Gutt

Adam kominn af stað

Adam Lallana er kominn af stað eftir meiðsli sem hann varð fyrir á undirbúningstímabilinu. Hann spilaði og skoraði í æfingaleik um helgina.

Adam varð fyrir hnémeiðslum snemma á undirbúningstímabilinu í sumar, spilaði ekki neinn æfingaleik og gat ekki æft í nokkurn tíma. Hann er nú kominn í gang og spilaði síðasta föstudag í æfingaleik sem leikinn var fyrir luktum dyrum á Melwood. Liverpool mætti Wolves og skoraði Adam eina mark leiksins. Nokkrir af þeim aðalliðsmönnum sem ekki voru valdir í landslið spiluðu leikinn ásamt yngri mönnum. Bæði Jose Enrique og Mario Balotelli voru í liði Liverpool.  

Það er vonandi að Adam komi nú sterkur til leiks eftir meiðslin því Brendan Rodgers bindur miklar vonir við þennan snjalla miðjumann.

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan