Adam kominn af stað
Adam Lallana er kominn af stað eftir meiðsli sem hann varð fyrir á undirbúningstímabilinu. Hann spilaði og skoraði í æfingaleik um helgina.
Adam varð fyrir hnémeiðslum snemma á undirbúningstímabilinu í sumar, spilaði ekki neinn æfingaleik og gat ekki æft í nokkurn tíma. Hann er nú kominn í gang og spilaði síðasta föstudag í æfingaleik sem leikinn var fyrir luktum dyrum á Melwood. Liverpool mætti Wolves og skoraði Adam eina mark leiksins. Nokkrir af þeim aðalliðsmönnum sem ekki voru valdir í landslið spiluðu leikinn ásamt yngri mönnum. Bæði Jose Enrique og Mario Balotelli voru í liði Liverpool.
Það er vonandi að Adam komi nú sterkur til leiks eftir meiðslin því Brendan Rodgers bindur miklar vonir við þennan snjalla miðjumann.
-
| Sf. Gutt
Jarðhræringar í Liverpool! -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu! -
| Sf. Gutt
Gleðilegt sumar! -
| Sf. Gutt
Conor Bradley Leikmaður ársins hjá Norður Írum