| Sf. Gutt

Philippe úr leik næstu vikur!

Brot Ashley Williams á Philippe Coutinho hefur reynst afdrifaríkt. Veilsverjinn tók Philippe á sniðglímu á lofti ef svo mætti segja og basilíski strákurinn meiddist á öxl. Nú er komið í ljós að aðgerðar er þörf til að laga meiðslin og Philippe er úr leik næstu vikurnar. Samkvæmt tilkynningu á Liverpoolfc.com er ekki von á þessum magnaða strák aftur fyrr en í lok október. 

Ljóst er að þessi meiðsli Philippe Coutinho koma sér mjög illa fyrir Liverpool. Margir sparkspekingar töldu að Liverpool hefði missti tökin á leiknum í Swansea eftir að Brasilíumaðurinn fór af velli. En nú fá aðrir tækifæri og það verður gott að fá Luis Suarez til leiks á nýjan leik. Hann á nú aðeins einn leik eftir af banni sínu og verður löglegur þegar Liverpool mætir Manchester United í Deildarbikarnum eftir eina viku!

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan