| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Markaskorarar á afmælisdegi
Þegar Daniel Sturridge skoraði gegn Manchester United á Anfield sunnudaginn 1. sept varð hann 20. leikmaður liðsins til að skora á afmælisdaginn sinn.
Daniel fagnaði 24. afmælisdeginum sínum á besta mögulega hátt með því að skora eina mark leiksins og tryggja þar með Liverpool toppsæti deildarinnar um leið !
En sá leikmaður sem sennilega var hvað ánægðastur með framlag sitt á afmælisdaginn var Bobby nokkur Robinson (mynd fyrir neðan) sem skoraði öll fjögur mörkin í sigri á Leicester Fosse í gömlu 2. deildinni árið 1904. Hann var jafnframt fyrsti leikmaður félagsins sem skoraði mark á afmælisdaginn sinn.
Allt í allt er árangur Liverpool, þegar afmælisbarn skorar fyrir félagið þessi: 15 sigrar, þrjú jafntefli og tvö töp. Það er því yfirleitt hið besta mál fyrir Liverpool ef afmælisbarn skorar!

Daniel fagnaði 24. afmælisdeginum sínum á besta mögulega hátt með því að skora eina mark leiksins og tryggja þar með Liverpool toppsæti deildarinnar um leið !
Síðasti leikmaður félagsins til að skora á afmælisdaginn sinn var Andy Carroll en hann skoraði eitt marka liðsins í 5-1 sigri á Oldham í FA Bikarnum á þrettándanum 2012. Þar áður var það Peter Crouch sem skoraði sigurmark í 2-1 sigri á West Ham á Upton Park í janúar 2007.
En sá leikmaður sem sennilega var hvað ánægðastur með framlag sitt á afmælisdaginn var Bobby nokkur Robinson (mynd fyrir neðan) sem skoraði öll fjögur mörkin í sigri á Leicester Fosse í gömlu 2. deildinni árið 1904. Hann var jafnframt fyrsti leikmaður félagsins sem skoraði mark á afmælisdaginn sinn.

Allt í allt er árangur Liverpool, þegar afmælisbarn skorar fyrir félagið þessi: 15 sigrar, þrjú jafntefli og tvö töp. Það er því yfirleitt hið besta mál fyrir Liverpool ef afmælisbarn skorar!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Jarðhræringar í Liverpool! -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu! -
| Sf. Gutt
Gleðilegt sumar! -
| Sf. Gutt
Conor Bradley Leikmaður ársins hjá Norður Írum
Fréttageymslan