| Sf. Gutt

Breytt dagskrá

Swansea City komst í úrslitaleik Deildarbikarsins í gærkvöldi. Það þýðir að liðið kemst ekki til Liverpool á tilsettum tíma. Liðin áttu að leika á Anfield Road sunnudaginn 24. febrúar en þá verða Svanirnir á Wembley að leika um Deildarbikarinn við Bradford City.

Leik Liverpool og Swansea þarf því að færa til fram eða aftur. Liðin mættust auðvitað á Anfield í haust í Deildarbikarnum en þá hafði Swansea betur 1:3 og færðist nær Wembley þangað sem liðið komst svo í gærkvöldi.  
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan