| Heimir Eyvindarson
Liverpool hefur gengið býsna vel með Chelsea á undanförnum, sérstaklega ef tillit er tekið til góðs gengis Lundúnaliðsins í flestum ef ekki öllum keppnum síðustu misserin. Á síðustu leiktíð sigraði Liverpool til að mynda 3 af 4 viðureignum liðanna. Eina tapið kom reyndar í leiknum sem skipti hvað mestu máli; FA-bikarúrslitunum á Wembley.
„Liverpool er jójó lið. Þeir spila alltaf vel á móti okkur og það er mjög erfitt að mæta þeim", segir Di Matteo í viðtali við London24.com.
„Liverpool hefur marga góða leikmenn innanborðs og einhvernveginn hittist það ansi oft þannig á að þessir menn spila sinn besta leik á tímabilinu þegar við mætum þeim!. Að sama skapi hefur leikmönnum Liverpool gengið mjög vel að halda okkar bestu leikmönnum niðri, þannig að þeir hafa oft ekki náð að sýna sitt rétta andlit í leikjum við Liverpool. Hvernig sem á því stendur."
„En það gengur vel hjá okkur í augnablikinu. Andinn í liðinu er góður og menn eru fullir sjálfstrausts. Vonandi tekst okkur að snúa á þá rauðklæddu á sunnudaginn. Við munum allavega reyna að spila eins vel og við getum, enda þurfum við að gera það til þess að eiga möguleika á góðum úrslitum."
TIL BAKA
Liverpool spilar alltaf vel á móti okkur
Liverpool hefur gengið býsna vel með Chelsea á undanförnum, sérstaklega ef tillit er tekið til góðs gengis Lundúnaliðsins í flestum ef ekki öllum keppnum síðustu misserin. Á síðustu leiktíð sigraði Liverpool til að mynda 3 af 4 viðureignum liðanna. Eina tapið kom reyndar í leiknum sem skipti hvað mestu máli; FA-bikarúrslitunum á Wembley.
„Liverpool er jójó lið. Þeir spila alltaf vel á móti okkur og það er mjög erfitt að mæta þeim", segir Di Matteo í viðtali við London24.com.
„Liverpool hefur marga góða leikmenn innanborðs og einhvernveginn hittist það ansi oft þannig á að þessir menn spila sinn besta leik á tímabilinu þegar við mætum þeim!. Að sama skapi hefur leikmönnum Liverpool gengið mjög vel að halda okkar bestu leikmönnum niðri, þannig að þeir hafa oft ekki náð að sýna sitt rétta andlit í leikjum við Liverpool. Hvernig sem á því stendur."
„En það gengur vel hjá okkur í augnablikinu. Andinn í liðinu er góður og menn eru fullir sjálfstrausts. Vonandi tekst okkur að snúa á þá rauðklæddu á sunnudaginn. Við munum allavega reyna að spila eins vel og við getum, enda þurfum við að gera það til þess að eiga möguleika á góðum úrslitum."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Jarðhræringar í Liverpool! -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Sf. Gutt
Njótum stundarinnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu! -
| Sf. Gutt
Gleðilegt sumar!
Fréttageymslan