| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Ungir leikmenn í hóp
Leikmenn Liverpool héldu af stað til Sviss skömmu eftir hádegið í dag en leikmannahópurinn er skipaður mörgum ungum leikmönnum en margir reyndir leikmenn hvíla sig heima í Liverpool. Leikurinn við Young Boys hefst kl. 17:00 að íslenskum tíma á morgun, fimmtudag og voru það alls 20 leikmenn sem héldu til Sviss.
Í hópnum eru m.a. þeir Samed Yesil, Suso, Conor Coady, Andre Wisdom, Adam Morgan, Peter Gulacsi og Dani Pacheco. Inn á milli eru þó reynslumeiri leikmenn eins og þeir Jamie Carragher, Brad Jones, Stewart Downing, Jose Enrique, Jordan Henderson, Jonjo Shelvey, Sebastian Coates, Nuri Sahin og Oussama Assaidi.
Þeir Steven Gerrard, Luis Suarez, Martin Skrtel, Daniel Agger, Pepe Reina og Martin Kelly ferðuðust ekki með liðinu enda vill Brendan Rodgers hvíla þá fyrir stórleikinn við Manchester United um helgina.
Talið er að Oussama Assaidi verði í byrjunarliðinu í fyrsta sinn. Hann var í fyrsta skipti í aðalliðshópnum, eftir að hann kom til Liverpool, í Sunderland á laugardaginn en hann hefur verið að ná sér af meiðslum. Oussama var á bekknum allan leikinn á móti Sunderland. Talið er líklegt að vörnin verði skipuð þeim Brad Jones í marki, Jon Flanagan, Jamie Carragher, Sebastian Coates og Jose Enrique. Þá er einnig mjög trúlegt að Nuri Sahin byrji leikinn.
Hér má sjá leikmenn Liverpool æfa í Sviss í dag.
Hér má sjá leikmenn Liverpool æfa í Sviss í dag.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Jarðhræringar í Liverpool! -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Sf. Gutt
Njótum stundarinnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu! -
| Sf. Gutt
Gleðilegt sumar!
Fréttageymslan