| Heimir Eyvindarson
Liverpool Daily Post fullyrðir í dag að Brendan Rodgers hafi ekki hug á því að semja við Michael Owen. Framlínan verður því að duga fram í janúar að minnsta kosti.
Eftir að ljóst var að Liverpool næði ekki í nýjan framherja í ágúst glugganum hefur nokkuð sterkur orðrómur verið uppi um að Michael Owen gangi aftur til liðs við félagið, en hann er sem stendur samningslaus.
Staðarblaðið Liverpool Daily Post slær þessar vangaveltur út af borðinu í dag. Í umfjöllun blaðsins er fullyrt að Brendan Rodgers hafi engan hug á því að tryggja sér þjónustu Michale Owen. Framlínan sé vissulega þunnskipuð, en breytingar á henni verði að bíða fram í janúar.
Reyndar hefur Brendan sagt að það sé ekki mikilla tíðanda að vænta í janúar, þannig að kannski verða Luis Suarez og Fabio Borini að bera framlínuna uppi einir í allan vetur.
TIL BAKA
Michael Owen kemur ekki

Eftir að ljóst var að Liverpool næði ekki í nýjan framherja í ágúst glugganum hefur nokkuð sterkur orðrómur verið uppi um að Michael Owen gangi aftur til liðs við félagið, en hann er sem stendur samningslaus.
Staðarblaðið Liverpool Daily Post slær þessar vangaveltur út af borðinu í dag. Í umfjöllun blaðsins er fullyrt að Brendan Rodgers hafi engan hug á því að tryggja sér þjónustu Michale Owen. Framlínan sé vissulega þunnskipuð, en breytingar á henni verði að bíða fram í janúar.
Reyndar hefur Brendan sagt að það sé ekki mikilla tíðanda að vænta í janúar, þannig að kannski verða Luis Suarez og Fabio Borini að bera framlínuna uppi einir í allan vetur.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hann verður að hlusta á mömmu sína! -
| Sf. Gutt
Jürgen Klopp að verða afi! -
| Sf. Gutt
Meiðslafréttir -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Thiago ennþá meiddur -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Gæti ekki verið ánægðari! -
| Sf. Gutt
Goðsagnirnar unnu! -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Fjölmargir ungliðar valdir í landslið
Fréttageymslan