| Sf. Gutt

Mark spáir í spilin

Þá er það síðasti leikur leiktíðarinnar. Eins og oft hefur verið nefnt þá er Liverpool F.C. ekkert venjulegt knattspyrnufélag. Með það í huga og blendnar tilfinningar telst leiktíðin hafa valdið vonbrigðum. Samt stýrði Kenny Dalglish Liverpool til síns fyrsta titils félagsins í sex ár og eins í annan úrslitaleik sem tapaðist naumlega. Evrópusæti, sem ekki náðist fyrir ári, er í höfn og líklega teldist þetta býsna vel af sér vikiið á flestum bæjum. En hjá Liverpool telst þetta varla nógu gott og ástæðan er sú að liðið er alltof neðarlega í deildinni. Já, Liverpool er ekkert venjulegt félag. Nú tekur sumarið við þó kuldatíð sé framundan og seint á því hefst næsta leiktíð!  

                                                            


                                                                          
                                                                                Swansea City v Liverpool

Ég held að Liverpool muni mæta af krafti í þennan leik. Það ætti ekki að undra að menn vilji enda leiktíðina vel því hún hefur valdið miklum vonbrigðum í deildinni. Andy Carroll og Luis Suarez eru í stuði og ég held að Steven Gerrard hafi mikinn hug á að spila svo fremi að hann sé ekki meiddur. Kannski er pressan nú farin af liðinu því það er ekki að miklu að keppa fyrir liðið hans Kenny Dalglish nema þá kannski að enda fyrir ofan Everton en það er ekki í þeirra höndum að ná því. Heilt yfir þá hefur Liverpool spilað vel á útivöllum og þeir eiga eftir að vera brattir eftir góðan leik og sigur á Chelsea í miðri viku.

Brendan Rodgers, stjóri Swansea, hefur beðið stuðningsmenn liðsins að klæast eins og Elvis Presley til að minna á að sumir veðmangarar töldu meiri líkur á að Elvis myndi skjóta upp kollinum en að félagið myndi halda sæti sínu í deildinni á þessari leiktíð. Það verður því mikil veisla á Liberty leikvanginum til að fagna vel heppnuðu fyrsta ári í Úrvalsdeildinni.

Í herbúðum Liverpool verður horft á leiktíðina með blendnar tilfinningar í huga. Það þarf þó ekki að gera róttækar breytingar á liðinu hans Kenny því ef leikur þess á leiktíðinni er skoðaður ofan í kjölinn sést að liðið hefur ráðið lögum og lofum í mörgum heimaleikjum sem hafa svo endað með jafntefli eða tapi. Til að breyta þessu þarf að bæta sóknina og kannski með styrkingu á miðjunni. Það verður þó enn erfiðara fyrir Liverpool að komast í Meistaradeildarsæti á næsta keppnistímabili en núna því liðin fyrir ofan munu líka styrkja sig. 

Spá: 1:2.

                                                                                   Til minnis!
 
- Þetta er síðasti leikur Liverpool á leiktíðinni 2011/12.

- Liverpool hefur nú unnið tvo af síðustu þremur deildarleikjum. 

- Liverpool er nú í áttunda sæti deildarinnar með 52 stig.

- Liðið getur hæst komist sæti ofar ef úrslit verða hagstæð í þessari síðustu umferð. 

- Liverpool og Swansea skildu án marka í fyrri deildarleiknum í Liverpool.

- Steven Gerrard hefur skorað 149 mörk fyrir Liverpool. 

- Luis Suarez hefur skorað flest mörk leikmanna Liverpool eða seytján talsins.


                                                                                       Síðast!

Liðin mættust síðast í deildarleik á leiktíðinni 1982/83. Swansea náði þá að spila tvær leiktíðir í röð í efstu deild. Liverpool vann leik liðanna í Swansea 0:3. 

 

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan