| Sf. Gutt

Kenny telur mikilvægt að vinna bikara!

Liverpool hefur ekki staðið undir væntingum í deildinni á þessari leiktíð. Kenny Dalglish, framkvæmdastjóri Liverpool, veit það fullvel en segir deildina ekki skipta öllu og það sé líka mikilvægt sé að vinna þá bikara sem eru í boði. Hann er búinn að ná Deildarbikarnum heim á Anfield Road og á morgun mun hann reyna að gera sitt til að ná F.A. bikarnum til Liverpool.

,,Maður vill gera sitt alla besta í öllum þeim keppnum sem maður tekur þátt í. Það eru 38 leikir í deildinni og þegar þeim er lokið endar maður í því sæti sem segir til um hversu vel hefur gengið. Það eru auðvitað ekki jafn margir leikir í bikarkeppnunum og tapi maður verður ekki lengra farið."

Kenny telur að ofuráhersla sé nú til dags lögð á Úrvalsdeildina og ensku bikarkeppnirnar tvær séu að nokkru leyti vanræktar af mörgum félögum. Hann segir ekki síður gaman að ná árangri í þeim en deildinni. 

,,Menn eru helteknir af Úrvalsdeildinni og þá aðallega út af því hversu miklu máli hún skiptir fjáhagslega fyrir öll liðin. Miklir fjármunir fást fyrir að ná einu af fjórum efstu sætunum og komast í Meistaradeildina. En það fylgir því gleði að vinna bikarkeppni og sú gleði fæst ekki með því að ná fimmta eða sjötta sæti í deildinni. Við erum þegar búnir að upplifa að komast í bikarúrslitaleik á árinu, þó það hafi verið Carling bikarinn, og það ætti aldrei að draga úr því afreki að komast í úrslit F.A. bikarsins."

,,Þetta er alltaf stórskemmtilegur dagur fyrir alla. Á þessum degi uppskera leikmennirnir ríkulega fyrir það sem þeir hafa lagt á sig, staðfestu sína og þá virðingu sem þeir hafa sýnt keppninni. Við teljum að við eigum það skilið að vera komnir hingað og við erum mjög ánægðir með það. Við sjáum hvað gerist. Við erum komnir í úrslitaleik en það er ekkert öruggt að við vinnum hann. En við munum leggja allt í sölurnar til að reyna að vinna sigur í leiknum. Leiktíðin verður svo metin þegar henni lýkur."

Spennan fyrir úrslitaleikinn á morgun magnast jafnt og þétt og Kenny finnur fyrir henni eins og aðrir. Hann veit að Liverpool þarf á öllu sínu að halda til að leggja Chelsea að velli á Wembley.

,,Við vitum hvað í þeim býr og hversu sterkir þeir eru. En við erum líka býsna öflugir á góðum degi. Ég held að allir séu taugaóstyrkir, stuðningsmennirnir, starfsfólkið, eigendurnir og bara allir. Það sama gildir um bæði liðin. En það er líka eitthvað að manni ef maður finnur ekki fyrir spennu fyrir svona leik. Það er alltaf einstakt að vinna leik og fá bikar í hendurnar á eftir. Það er afrek að vera kominn svona langt en afrekið verður enn meira ef maður vinnur sigur."

Kenny Dalglish stýrði Liverpool til sigurs í F.A. bikarkeppninni árið 1986 og 1989. Fyrst sem spilandi framkvæmdastjóri og braut með því blað í sögu keppnirnar. Kenny er mættur á nýja Wembley í þriðja sinn á árinu með sína menn. Rétt er að helda því til haga að þar hafði Liverpool ekki leikið áður en þetta ár gekk í garð!

Kenny stýrði Liverpool til sigurs á Wembley í Deildarbikarnum í febrúar og undanúrslitasigur á Everton fylgdi í síðasta mánuði. Á morgun leiðir hann liðið okkar til leiks út á Wembley leikvanginn og vonandi verður gleði þeirra Rauðu ríkjandi þegar flautað verður til leiksloka!!

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan