| Sf. Gutt

Mark spáir í spilin

 

 

 

Það var rafmögnuð stemmning í Musterinu á þriðjudagskvöldið þegar Liverpool lagði Everton og nú er komið að næsta verkefni. Sigur í þessum leik tryggir ferð á Wembley í annað sinn á leiktíðinni. Stoke komst í úrslit F.A. bikarkeppninnar í fyrra og tapaði 1:0 fyrir Manchester City. Liðið fékk Evrópusæti fyrir sinn snúð og það var meira en Liverpool náði á síðustu leiktíð.

Liverpool lék á Wembley um daginn og vann Deildarbikarinn. Það yrði sannarlega magnað ef Liverpool næði öðrum farseðli þangið til að spila í undanúrslitum og vonandi næðist svo að komast í úrslit og vinna hina bikarkeppnina eins og Deildarbikarinn. Það er þó hægara sagt en gert og það þarf að taka hverja hindrun fyrir í einu og hugsa ekki of langt fram í tímann. Það er þó alltaf gaman að láta sig dreyma og knattspyrna snýst jú mikið um drauma!!!

                                                               

  Liverpool v Stoke City 

 

Þetta er snúinn leikur. Þegar liðin mættust í deildinni stillti Kenny Dalglish, stjóri þeirra Rauðu, upp þremur miðvörðum til að takast á við harðjaxlana í Stoke en Liverpool skapaði eiginlega engin færi. Ég held að Kenny muni ekki gera það aftur.
 
Það var Stevie G 3 Everton 0 núna fyrr í vikunni og menn segja að sá sigur hafi komið Liverpool á rétta braut. Samvinna þeirra Steven og sóknarmannsins Luis Suarez fer batnandi og Andy Carroll félagi hans í sókninni lék líka vel. Jay Spearing var aftarlega á miðjunni og það gaf Steven færi á að sækja, skapa færi og skora. 

Stoke er erfiður mótherji. Þeir voru tíu á móti Chelsea í síðustu viku og töpuðu bara 1:0 með síðbúnu marki. Þeir eru snjallir að gera mótherjunum erfitt fyrir og komust í úrslit í fyrra. Þeir töpuðu þeim leik en liðið hefur vaxið ár frá ári. Maður þarf að berjast og vinna skítverk ef vel á að fara annars refsa þeir.

Spá: 2:1.

 

 

                                                                                   Til minnis!
 
- Liverpool hefur unnið F.A. bikarinn sjö sinnum. 1965, 1974, 1986, 1989, 1992, 2001 og 2006.

- Þeir Jose Reina, Jamie Carragher og Steven Gerrard voru bikarmeistarar með Liverpool árið 2006.

- Jose Reina er eini leikmaður Liverpool sem hefur leikið alla leiki Liverpool hingað til á leiktíðinni.

- Luis Suarez er markahæstur leikmanna Liverpool með tíu mörk.
 
- Liverpool hefur ekki komist svona langt í keppninni frá því liðið vann hana 2006.

- Liverpool og Stoke hafa dregist fjórum sinnum saman í sögu þessarar keppni. Liverpool hefur alltaf komist áfram.
 
- Sömu lið mættust í Deildarbikarnum í október. Lverpool vann þá 1:2 á heimavelli Stoke með tveimur mörkum Luis Suarez.

- Liðin hafa mæst tvívegis í deildinni á leiktíðinni. Stoke vann heimaleik sinn 1:0 en ekkert mark var skorað á Anfield.

- Liverpool hefur ekki gengið of vel að skora í deildinni en í þremur leikjum í F.A. bikarnum hefur liðið skorað þrettán mörk! 

- Stoke hefur haldið hreinu í sex af síðustu átta bikarleikjum.
 
Hér má sjá leikmenn Liverpool æfa sig á Melwood fyrir leikinn. 

Hér eru myndir úr fyrrum leikjum liðanna.

 

 

 

 

 

 

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan