| Heimir Eyvindarson

Steven ekki alvarlega meiddur

Breska dagblaðið The Telegraph segir frá því í dag að Steven Gerrard sé ekki alvarlega meiddur. Blaðið segir þó að hann muni örugglega ekki vera með gegn Arsenal á morgun.

Eins og menn vita þurfti Gerrard að yfirgefa völlinn eftir hálftíma leik í viðureign Englendinga og Hollendinga á miðvikudaginn. Hann mun nú hafa fengið staðfestingu á því að ekki sé um alvarleg meiðsl að ræða. Sé frétt Telegraph á rökum reist.

Blaðamaðurinn sem skrifar fréttina segir þó afar ólíklegt að Gerrard verði leikfær á morgun, þegar Liverpool mætir Arsenal.

 
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan