| Heimir Eyvindarson
Robbie Fowler gæti verið á leið aftur í enska boltann. Þessi 36 ára goðsögn æfir þessa dagana með Blackpool og stefnir á að spila með liðinu það sem eftir lifir leiktíðarinnar.
TIL BAKA
Guð er mættur á svæðið!

Fowler yfirgaf enska boltann 2008 eftir heldur tíðindalitlu veru hjá Cardiff. Síðan hefur hann spilað í Thailandi og Ástralíu. Hann og Ian Holloway hafa verið í sambandi upp á síðkastið og nú er Robbie mættur til Lancashire og byrjaður að æfa á fullu með Blackpool.
Fowler er vitanlega goðsögn í enska boltanum, fjórði markahæsti leikmaður Úrvalsdeildarinnar frá upphafi með 163 mörk, og í guðatölu hjá stuðningsmönnum Liverpool. Ian Holloway er ekki í vafa um að það yrði Blackpool styrkur að fá Fowler í sínar raðir.
,,Það er frábært að hafa mann eins og Fowler á æfingum. Hann lítur vel út og ég held að hann sé ekki langt frá því að vera í toppformi", segir Holloway.
,,Getur hann eitthvað?, Getur hann spilað, boltanum og skorað mörk? Já það getur hann svo sannarlega. Mér sýnist að hann langi enn til að spila og hann hefur ennþá eitthvað fram að færa. Það er klárt."
Og Holloway er ekki sá eini í herbúðum Blackpool sem er ánægður með hugsanlega endurkomu Fowler. Framherjinn Gary Taylor-Fletcher, sem er mikill Liverpool aðdáandi, segir á Twitter sinni í dag eitthvað á þessa leið:
,,Æfingin í dag var með trúarlegu yfirbragði. Sólin skein og Guð mætti á svæðið og ætlar að æfa með okkur!"
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Aldrei unnið í hvíta búningnum -
| Sf. Gutt
Hann verður að hlusta á mömmu sína! -
| Sf. Gutt
Jürgen Klopp að verða afi! -
| Sf. Gutt
Meiðslafréttir -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Thiago ennþá meiddur -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Gæti ekki verið ánægðari! -
| Sf. Gutt
Goðsagnirnar unnu! -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur
Fréttageymslan