| Sf. Gutt
TIL BAKA
Ekkert auðvelt
Jamie Carragher segir að bikarleikurinn við Brighton á sunnudaginn verði ekkert auðveldur. Hann telur leikinn verða jafn erfiðan og þann sem liðin léku í Deildarbikarnum í haust.
,,Það eru engir auðveldir leikir í F.A. bikarnum. Það sést augljóslega á því fyrir hvaða liðum við höfum verið að tapa í gegnum árin. Við höfum lent illa í því gegn nokkrum liðum úr neðri deildum en svona er F.A. bikarinn. Þess vegna er líka svo magnað að vinna hann því maður veit vel hvaða ógöngur geta leynst á leiðinni. Það væri slæmt að falla úr leik því við slógum Manchester United út í síðustu umferð. Þetta er geysilega mikilvægur leikur því ef við vinnum erum við komnir í átta liða úrslit og sigur í þeim tryggir farseðil á Wembley. Þannig helst líf í leiktíðinni."
Liverpool hafði betur 1:2 í haust þegar liðin mættust í Brighton í Deildarbikarnum. Jamie vonast eftir því að Liverpool endurtaki leikinn á Anfield Road á sunnudaginn.
,,Við höfum unnið þá áður og við búumst við að vinna núna því leikurinn verður á Anfield. En það verður ekkert auðvelt. Þeir spiluðu stórvel miðað við í hvaða deild þeir eru. Þessi leikur verður jafn erfiður og Deildarbikarleikurinn. Liðið spilar mjög góða knattspyrnu, heldur boltanum vel og við verðum að reyna að stöðva það á Anfield."
Liverpool hefur í gegnum tíðina ekki unnið sigur á Brighton í F.A. bikarnum á Anfield Road og liðið þarf að breyta því ef vel á að fara á sunnudaginn. Jamie, sem hefur unnið keppnina tvívegis, mun ekki láta sitt eftir liggja í að breyta sögunni komi hann við sögu!
,,Það eru engir auðveldir leikir í F.A. bikarnum. Það sést augljóslega á því fyrir hvaða liðum við höfum verið að tapa í gegnum árin. Við höfum lent illa í því gegn nokkrum liðum úr neðri deildum en svona er F.A. bikarinn. Þess vegna er líka svo magnað að vinna hann því maður veit vel hvaða ógöngur geta leynst á leiðinni. Það væri slæmt að falla úr leik því við slógum Manchester United út í síðustu umferð. Þetta er geysilega mikilvægur leikur því ef við vinnum erum við komnir í átta liða úrslit og sigur í þeim tryggir farseðil á Wembley. Þannig helst líf í leiktíðinni."
Liverpool hafði betur 1:2 í haust þegar liðin mættust í Brighton í Deildarbikarnum. Jamie vonast eftir því að Liverpool endurtaki leikinn á Anfield Road á sunnudaginn.
,,Við höfum unnið þá áður og við búumst við að vinna núna því leikurinn verður á Anfield. En það verður ekkert auðvelt. Þeir spiluðu stórvel miðað við í hvaða deild þeir eru. Þessi leikur verður jafn erfiður og Deildarbikarleikurinn. Liðið spilar mjög góða knattspyrnu, heldur boltanum vel og við verðum að reyna að stöðva það á Anfield."
Liverpool hefur í gegnum tíðina ekki unnið sigur á Brighton í F.A. bikarnum á Anfield Road og liðið þarf að breyta því ef vel á að fara á sunnudaginn. Jamie, sem hefur unnið keppnina tvívegis, mun ekki láta sitt eftir liggja í að breyta sögunni komi hann við sögu!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Steven syrgir Sven -
| Sf. Gutt
Harvey Elliott meiddur -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Fulltrúar Liverpool á EM -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Brighton og Liverpool – Leicester -
| Sf. Gutt
Nýr búningur kynntur -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Frábær úrslit! -
| Sf. Gutt
Merkileg tímamót!
Fréttageymslan