| Heimir Eyvindarson
Allra augu munu í dag beinast að Luis Suarez, þegar hann mætir Patrice Evra og Manchester United á nýjan leik. Kenny Dalglish segist viss um að Suarez muni höndla pressuna.
,,Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Luis verður með myndavélarnar í andlitinu. Hann var í aðalhlutverki í Copa America í sumar þar sem myndavélar fylgdu honum hvert fótmál. Hann er leikmaður í heimsklassa og hann veit hvað það þýðir. Það er fylgst með öllu sem slíkir leikmenn gera. Luis getur örugglega höndlað þá pressu."
,,Hann er ekki mikið fyrir sviðsljósið. Hann vill bara mæta í vinnuna og standa sig. En leikmaður í sama klassa og Luis getur ekki ætlast til þess að fá frið. Það veit hann vel. En hann sækist ekki eftir athyglinni, svo mikið er víst."
,,Luis er frábær leikmaður og vill einbeita sér að því að gera það sem hann gerir best. Að spila fótbolta. Nú er fortíðin að baki og tími til að líta fram á við."
TIL BAKA
Suarez mun höndla pressuna

,,Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Luis verður með myndavélarnar í andlitinu. Hann var í aðalhlutverki í Copa America í sumar þar sem myndavélar fylgdu honum hvert fótmál. Hann er leikmaður í heimsklassa og hann veit hvað það þýðir. Það er fylgst með öllu sem slíkir leikmenn gera. Luis getur örugglega höndlað þá pressu."
,,Hann er ekki mikið fyrir sviðsljósið. Hann vill bara mæta í vinnuna og standa sig. En leikmaður í sama klassa og Luis getur ekki ætlast til þess að fá frið. Það veit hann vel. En hann sækist ekki eftir athyglinni, svo mikið er víst."
,,Luis er frábær leikmaður og vill einbeita sér að því að gera það sem hann gerir best. Að spila fótbolta. Nú er fortíðin að baki og tími til að líta fram á við."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Meiðslafréttir -
| Sf. Gutt
Jafnt í fyrsta leik ársins -
| Sf. Gutt
Matt Beard borinn til grafar -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu -
| Sf. Gutt
Fyrir 15 árum! -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Álfumet hjá Mohamed Salah! -
| Sf. Gutt
Ibrahima Konaté ekki til Íslands -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir
Fréttageymslan