| Sf. Gutt

Mark spáir í spilin

 

Það er sannarlega skammt stórra högga hjá Liverpool þessa vikuna. Stórliðin koma nú frá Manchester hvort á fætur öðru í heimsókn á Anfield. Á miðvikudagskvöldið var Manchester City í heimsókn. Jafnt var en Liverpool hafði betur samanlagt og komst í úrslit Deildarbikarsins á Wembley. En Liverpool á annan möguleika á að komast á Wembley! 

Nú er það F.A. bikarinn og Manchester United kemur í heimsókn á morgun. Áframhald í F.A. bikarnum er í húfi. Oft hefur verið spenna fyrir leiki liðanna en hún hefur sjaldan verið meiri en núna og það verður allt á suðupunkti á Anfield þegar liðin ganga til leiks. Deilumál Luis Suarez og Patrice Evra hangir yfir öllu og öllum. Luis er enn að afplána refsingu sína en von er á Patrice til leiks. Talsmenn beggja félaga hafa reynt að bera klæði á vopnin en þess er vænst að stuðnigsmenn beggja liða verði í miklum ham. Við vonum að allt gangi vel innan vallar sem utan og leikmenn jafnt sem áhorfendur sýni sitt rétta andlit. Við vonum svo að Liverpool hafi sigur og bikargleðin haldi áfram á Anfield!!!

                                                             

           
    Liverpool v Manchester United 

 

Það var geysilega mikilvægt fyrir Liverpool að slá Manchester City út og komast í úrslit í Carling bikarnum en þeir vildu sennilega ekki þurfa að mæta Manchester United innan þriggja daga. Craig Bellamy getur ekki leikið hvern einasta leik vegna langvinra hnjámeiðsla. Liverpool verðskuldaði annarlega að vinna Manchester City því Joe Hart, markmaður City, varði hvað eftir annað.

Leikurinn á Anfield á miðvikudaginn var alvöru bikarleikur og reyndar líktist andrúmsloftið því sem er á Evrópuleikjum því áhorfendur léku stórt hlutverk. Luis Suarez er enn frá og þess vegna á Kenny Dalglish í vanda með að velja mann í sóknina því ég hef ekki trú á að Craig Bellamy geti spilað aftur svona stuttu eftir City leikinn því hné hans eru ekki upp á það besta.

Það eru meiðsli í herbúðum United. Það er vafi á hvort Phil Jones geti spilað og Nani gæti orðið frá í bili en Sir Alex Ferguson er vanur að halda sínu striki. Það er mikil spenna í loftinu eftir mál þeirra Luis Suarez og Patrice Evra. Jafntefli er ekki ólíklegt en sú niðurstaða er martröð fyrir flesta. Enginn vill framlenginu en sú gæti vel orðið raunin. Liðin mætast í Úrvalsdeildinni þann 16. febrúar og svona gerist stundum að lið mætast oftar en einu sinni með stuttu millibili.

Spá: 1:1.

 

                                                                                   Til minnis!
 
- Liverpool hefur unnið F.A. bikarinn sjö sinnum. 1965, 1974, 1986, 1989, 1992, 2001 og 2006.

- Þeir Jose Reina, Jamie Carragher og Steven Gerrard voru bikarmeistarar með Liverpool árið 2006.

- Liverpool og Manchester United mættust í F.A. bikarnum á síðustu leiktíð. Manchester United vann þá 1:0 á Old Trafford með vítaspyrnu Ryan Giggs.

- Liðin mættust síðast á Anfield Road í þessari keppni 2006. Liverpool vann þann leik 1:0 og skoraði Peter Crouch markið.
 
- Alls hafa liðin dregist tólf sinnum saman í F.A. bikarnum. Liverpool hefur þrívegis komist áfram en Manchester United níu sinnum.

- Liverpool sló Oldham 5:1 út í 3. umferð en Manchester United vann 2:3 sigur á grönnum sínum City. 

- Jose Reina er eini leikmaður Liverpool sem hefur leikið alla leiki Liverpool hingað til á leiktíðinni.
 
- Luis Suarez og Craig Bellamy hafa skorað flest mörk Liverpool á leiktíðinni eða átta.

Hér má sjá leikmenn Liverpool æfa sig á Melwood fyrir leikinn. 

 

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan