| Sf. Gutt
Daninn Daniel Agger lá ekki á því eftir jafnteflið við Swansea á laugardaginn. Hann sagði Liverpool hafa spilað illa og líkti leikmönnum liðsins við hauslausar hænur sem ekkert vissu hvert ætti að fara eða gera!
,,Stundum litum við út eins og hauslausar hænur við að hlaupa á eftir boltanum. Ég held að allir hafi verið reiðir og vonsviknir. Sumir meira en aðrir og þannig er það."
,,Við vorum mjög lélegir. Þegar við náðum boltanum misstum við hann strax aftur. Við vorum ekki nógu ákveðnir og pressuðum ekki nægilega vel. Það voru svo margir hlutir sem ollu vonbrigðum, sérstaklega eftir að við spiluðum ágætlega í síðustu viku. Við verðum að vinna svona leiki, sama hvaða liði við stillum upp. Við erum Liverpool FC."
Stefnan hjá Liverpool er auðvitað að komast sem allra hæst í deildinni og til að komast í Meistaradeild þarf að ná einu af fjórum efstu sætunum.
,,Ef við spilum svona munum við ekki ná því. Við þurfum einfaldlega að gera betur. Ég segi ekki að þetta sé ómögulegt því þetta veltur á leikmönnunum. Við erum þeir einu sem geta gert gæfumuninn og við verðum að gera miklu betur."
TIL BAKA
Daniel talar hreint út!

,,Stundum litum við út eins og hauslausar hænur við að hlaupa á eftir boltanum. Ég held að allir hafi verið reiðir og vonsviknir. Sumir meira en aðrir og þannig er það."
,,Við vorum mjög lélegir. Þegar við náðum boltanum misstum við hann strax aftur. Við vorum ekki nógu ákveðnir og pressuðum ekki nægilega vel. Það voru svo margir hlutir sem ollu vonbrigðum, sérstaklega eftir að við spiluðum ágætlega í síðustu viku. Við verðum að vinna svona leiki, sama hvaða liði við stillum upp. Við erum Liverpool FC."
Stefnan hjá Liverpool er auðvitað að komast sem allra hæst í deildinni og til að komast í Meistaradeild þarf að ná einu af fjórum efstu sætunum.
,,Ef við spilum svona munum við ekki ná því. Við þurfum einfaldlega að gera betur. Ég segi ekki að þetta sé ómögulegt því þetta veltur á leikmönnunum. Við erum þeir einu sem geta gert gæfumuninn og við verðum að gera miklu betur."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu! -
| Sf. Gutt
Gleðilegt sumar! -
| Sf. Gutt
Conor Bradley Leikmaður ársins hjá Norður Írum -
| Sf. Gutt
Þrjú stig duga!
Fréttageymslan