| Sf. Gutt

Luis tæpur fyrir leikinn í dag

Talið er að það muni standa mjög tæpt að Luis Suarez geti leikið með Liverpool gegn West Bromwich Albion síðdegis. Luis haltraði, brosandi þó, af leikvelli eftir að hafa skorað tvö mörk sem slógu Stoke City út úr Deildarbikarnum á miðvikudagskvöldið. Hann fékk að finna fyrir því hjá leikmönnum Stoke og varð fyrir meiðslum á ökkla.

Eftir því sem best er vitað úr herbúðum Liverpool þá er óvíst að Luis geti leikið með í dag. Kenny Dalglish lét í það skína að ákvörðun yrði tekin stuttu fyrir leik í dag hvort rétt væri að tefla honum fram.

Það yrði auðvitað slæmt ef Luis gæti ekki spilað því hann er markahæsti leikmaður Liverpool það sem af er keppnistímabilsins með sjö mörk. Geti hann ekki leikið er líklegt að Andy Carroll haldi sæti sínu frá því í síðasta leik og eins koma þeir Craig Bellamy og Dirk Kuyt til álita í sóknina.



TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan