| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Dalglish vonast til að ná fram hefndum
Liverpool tapaði báðum leikjunum gegn Tottenham á síðustu leiktíð. Kenny Dalglish vonast til þess að ná fram hefndum á morgun.
Liverpool hefur gengið fremur illa gegn Tottenham að undanförnu. Báðir leikirnir á síðustu leiktíð töpuðust. Fyrri leikurinn 2-1 á White Hart lane, þar sem Liverpool spilaði þrátt fyrir tapið einn sinn besta leik undir stjórn Roy Hodgson og seinni leikurinn 0-2 á Anfield, í næst síðasta leik tímabilsins. Liverpool hefur þar að auki tapað í síðustu fjórum heimsóknum sínum á White Hart Lane.
,,Það er undir okkur sjálfum komið að sýna að við getum gert betur en í maí. Ég vona að leikmennirnir sýni hvað í þeim býr á morgun. Vonandi skilar það okkur betri úrslitum en við höfum náð gegn Spurs í síðustu leikjum", segir Dalglish.
,,Það verður ekki létt að mæta þeim því Tottenham er með mjög gott lið. Liðið verður ábyggilega eitt af efstu liðunum í deildinni í allan vetur. Ég veit ekki hvaða önnur lið verða við toppinn, en Tottenham verður örugglega eitt þeirra."
Liverpool hefur gengið fremur illa gegn Tottenham að undanförnu. Báðir leikirnir á síðustu leiktíð töpuðust. Fyrri leikurinn 2-1 á White Hart lane, þar sem Liverpool spilaði þrátt fyrir tapið einn sinn besta leik undir stjórn Roy Hodgson og seinni leikurinn 0-2 á Anfield, í næst síðasta leik tímabilsins. Liverpool hefur þar að auki tapað í síðustu fjórum heimsóknum sínum á White Hart Lane.
,,Það er undir okkur sjálfum komið að sýna að við getum gert betur en í maí. Ég vona að leikmennirnir sýni hvað í þeim býr á morgun. Vonandi skilar það okkur betri úrslitum en við höfum náð gegn Spurs í síðustu leikjum", segir Dalglish.
,,Það verður ekki létt að mæta þeim því Tottenham er með mjög gott lið. Liðið verður ábyggilega eitt af efstu liðunum í deildinni í allan vetur. Ég veit ekki hvaða önnur lið verða við toppinn, en Tottenham verður örugglega eitt þeirra."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Steven syrgir Sven -
| Sf. Gutt
Harvey Elliott meiddur -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Fulltrúar Liverpool á EM -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Brighton og Liverpool – Leicester -
| Sf. Gutt
Nýr búningur kynntur -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Frábær úrslit! -
| Sf. Gutt
Merkileg tímamót!
Fréttageymslan