| Sf. Gutt
TIL BAKA
Kenny ókátur!
Kenny Dalglish var ókátur eftir tapið í Stoke um helgina. Í viðtali eftir leik velti hann dómgæslunni í leiknum fyrir sér en í herbúðum Liverpool var mikil óánægja með hana. Mörgum fylgismönnum Liverpool þótti vítaspyrnan, sem réði úrslitum, röng og ekki bætti úr skák að tví- eða jafnvel þrívegis hefði verið hægt að dæma víti á heimamenn. Tvívegis var hendi beitt inni í vítateig Stoke og svo var Martin Skrtel sparkaður niður.
Kenny sagðist eftir leikinn hafa sýnt dómurum mikla virðingu hingað til og ekki gagnrýnt störf þeirra en hann sagði að það þyrfti kannski að gagnrýna þá til að Liverpool nyti sanngirni. Kenny sagði að það hefði greinilega hallað á Liverpool í mikilvægum dómum það sem af væri leiktíðar og hann væri mjög óánægður með það.
Kenny sagðist kannski þurfa að fara þá leið, að gagnrýna dómara harðlega, sem sumir aðrir hefðu farið til að fá eitthvað í sinn hlut. Hér vísaði Kenny án nokkurs vafa til reglulegra skamma, sem sérstaklega Alex Ferguson og ýmsir fleiri stjórar hafa tíðkað, í kjölfar umdeilanlegra dóma. Kenny sagðist ætla að ráðfæra sig við eigendur Liverpool F.C. um framhaldið.
Það var þungt í Kónginum eftir leikinn og nú er að sjá hvort eitthvað breytist í fari hans gagnvart dómurum.
Hér má sjá viðtalið við Kenny sem tekið var eftir leikinn þar sem stóra dómgæslumálið var rætt.
Kenny sagðist eftir leikinn hafa sýnt dómurum mikla virðingu hingað til og ekki gagnrýnt störf þeirra en hann sagði að það þyrfti kannski að gagnrýna þá til að Liverpool nyti sanngirni. Kenny sagði að það hefði greinilega hallað á Liverpool í mikilvægum dómum það sem af væri leiktíðar og hann væri mjög óánægður með það.
Kenny sagðist kannski þurfa að fara þá leið, að gagnrýna dómara harðlega, sem sumir aðrir hefðu farið til að fá eitthvað í sinn hlut. Hér vísaði Kenny án nokkurs vafa til reglulegra skamma, sem sérstaklega Alex Ferguson og ýmsir fleiri stjórar hafa tíðkað, í kjölfar umdeilanlegra dóma. Kenny sagðist ætla að ráðfæra sig við eigendur Liverpool F.C. um framhaldið.
Það var þungt í Kónginum eftir leikinn og nú er að sjá hvort eitthvað breytist í fari hans gagnvart dómurum.
Hér má sjá viðtalið við Kenny sem tekið var eftir leikinn þar sem stóra dómgæslumálið var rætt.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Af samningamálum Mohamed Salah -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Sf. Gutt
Grannarimmunni frestað! -
| Sf. Gutt
Síðasti grannaslagurinn á Goodison Park! -
| Sf. Gutt
Jafntefli í ótrúlegum leik! -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Nýt hverrar mínútu hérna! -
| Sf. Gutt
Darwin tryggði sigur í blálokin! -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Uppskrift að Evrópukvöldi!
Fréttageymslan