| Heimir Eyvindarson

Carroll: Þetta er allt að smella

Andy Carroll segir að það sé bara tímaspursmál hvenær hið nýja Liverpool lið Kenny Dalglish sýnir virkilega hvers það er megnugt.

Carroll spilaði 90 mínútur í leiknum gegn Sunderland á laugardaginn og var eins og aðrir leikmenn liðsins nokkuð vonsvikinn með úrslitin.

,,Við vorum óánægðir með að ná aðeins einu stigi úr leiknum, en það er samt ákveðinn léttir fyrir alla að fyrsti leikurinn sé frá."

,,Við spiluðum ágætan fótbolta og sköpuðum okkur fín færi. Sérstaklega í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik vorum við ekki alveg eins ferskir og hleyptum þeim of mikið inn í leikinn."

,,En við sýndum að við getum spilað góðan bolta og getum skapað okkur nóg af færum, ef við erum á tánum."

,,Það eru mörg ný andlit í liðinu og það mun taka okkur smá tíma að slípast saman. En mér fannst margt jákvætt við okkar leik í gær. Nú þurfum við bara að taka það jákvæða og vinna áfram með það."

Carroll var keyptur til Liverpool fyrir metfé í janúar síðast liðnum og eyddi megninu af síðustu leiktíð utan vallar vegna meiðsla. Hann hefur nú náð sér að fullu og er bjartsýnn á komandi tímabil.

,,Það var gríðarlega mikilvægt fyrir mig að ná að vera með allt undirbúningstímabilið. Ég finn að ég er óðum að komast í mitt fyrra form. Bráðum get ég farið að sýna fólki hvers vegna ég var keyptur."

,,Það er frábært að finna að stjórinn hefur trú á mér og það er ekki síður mikils virði að hafa hann til staðar til þess að gefa mér ráð. Hann laumar að mér einni og einni ábendingu á æfingum og það er ómetanlegt. Nú verð ég bara að endurgjalda honum traustið."


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan