| Sf. Gutt

Ég hlakka svo til!

Líklega eru nokkuð mörg ár liðin frá því stuðningsmenn Liverpool hafa verið jafn spenntir við byrjun leiktíðar. Kenny Dalglish er engin undantekning og hann hlakkar svo sannarlega til!

,,Við erum allir spenntir og allir hlakka til. Ég hugsa að þetta sé svolítið eins og þegar krakkar bíða eftir jóladegi. Það er eftirvænting hjá öllum félögum, félögunum sem komu upp og bara öllum. Við erum ekkert öðruvísi hvað þetta varðar og allir framkvæmdastjórarnir bíða spenntir."

Stífar æfingar og æfingaleikir um víða veröld eru að baki. Í dag er komið að frumsýningu og það á Anfield Road. Stuðningsmennirnir munu fylla Anfield og það gæti alveg verið sólskin á fyrsta degi.

,,Leikmennirnir eru búnir að æfa í fimm vikur fyrir þetta. Þetta eru spennandi tímar fyrir alla hjá þessu knattspyrnufélagi. Þetta er alltaf sama tilhlökkunin. Maður vill ná sigrum í hús eins og á hverju ári. Það er kannski aðeins annað ef maður vinnur hjá knattspyrnufélagi en stuðningsmennirnir eru spenntir og vona það besta. Við erum reyndar ekkert öðruvísi hvað þetta varðar."

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan