| Sf. Gutt

Mark spáir í spilin

Mánudagsleikur og þeir hafa nú stundum verið snúnir fyrir Liverpool á síðustu árum. Rafael Benítez náði ekki mörgum sigrum í hús á mánudögum og Roy Hodgson vegnaði ekki of vel á þeim vikudögum frekar en öðrum. Eitt fyrsta áfallið sem Roy varð fyrir sem framkvæmdastjóri Liverpool varð þegar þessi lið mættust í Manchester. Liverpool tapaði þá 3:0 og gagnrýni á Roy fór fyrst að láta á sér kræla. Mikið var um það rætt fyrir og eftir leikinn að Javier Mascherano hefði neitað að spila með Liverpool í leiknum. Hvað sem hæft var í því þá lék hann aldrei aftur með Liverpool. Allt var eftir þessu. 

Liverpool er nú þremur færri en þegar síðasti leikur hófst. Í þeim leik meiddust þeir Daniel Agger og Glen Johnson og fyrir leikinn tóku meiðsli hjá Steven Gerrard sig upp. Nú er ljóst að bæði Steven og Daniel verða ekki meira með á þessu keppnistímabili. Þegar liðshópur Liverpool er skoðaður sést vel hversu þunnskipaður hann er orðinn. Breiddin í hópnum er ekki nógu mikil og það er mikill munur á því frá því fyrir tveimur árum. En mikilvægustu mennirnir eru þeir sem hægt er að nota segir Kóngurinn og það er rétt eins og flest það sem hann segir. 

                                                               

                                                                          
                                                                   Liverpool v Manchester City

Vandamálið hjá Liverpool er að núna er liðshópurinn orðinn rosalega þunnur. Daniel Agger og Glen Johnson eru báðir meiddir og óljóst er hvort Steven Gerrard spilar meira á þessari leiktíð. Framkvæmdastjórinn Kenny Dalglish verður því að reyna að notast við það sem eftir er af mönnum. 

Manchester City lék virkilega vel þegar þeir unnu Sunderland í síðustu viku en trúlega mun liðið vera mun varkárara eins og þeirra er vani í þessum leik. Það var áhugavert að sjá liðið í sigurleiknum gegn Svörtu köttunum því Roberto Mancini, stjóri City, lék eiginlega með fjóra sóknarmenn og tvo varnarsinnaða miðjumenn. Maður spurði sig hvers vegna hann spilaði ekki oftar svona? Kannski myndi liðið tapað nokkrum leikjum meira en svona leikaðferð er á móti miklu líklegri til að skila fleiri sigrum. Ef Robert væri búinn að spila opnari sóknarleik þá væri liðið miklu nær toppliði Manchester United. 

Spá: 1:1.

                                                                                   Til minnis!
 
- Liverpool hefur ekki verið ofar í deildinni á þessu keppnistímabili. Liðið er nú í sjötta sæti.

- Liverpool tapaði fyrri leiknum 3:0 í Manchester.

- Þeir Jose Reina og Martin Skrtel eru einu leikmenn Liverpool sem hafa leikið alla deildarleiki Liverpool á leiktíðinni.

- Dirk Kuyt er markahæstur hjá Liverpool hingað til á leiktíðinni með tíu mörk.

- Andy Carroll hefur skorað ellefu mörk á keppnistímabilinu og svo eitt með enska landsliðinu. Ekkert þó ennþá fyrir Liverpool.

- Liverpool hefur ekki unnið í síðustu fjórum leikjum gegn Manchester City.

                                                                             Síðast!



Liverpool og Manchester City gerðu 2:2 jafntefli. Martin Skrtel og Yossi Benayoun skoruðu fyrir Liverpool en þeir Emmanuel Adebayor og Stephen Ireland fyrir City. Martin, sem þarna skoraði sitt fyrsta mark fyrir Liverpool, er sá eini af þessum fjórum sem enn er hjá þessum félögum. Svona ganga félagskiptin fyrir sig nú til dags.

 

 

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan