| Sf. Gutt
Fernando Torres hefur ekki komist í gang frekar en margir aðrir leikmenn Liverpool það sem af er þessu keppnistímabili. Roy Hodgson, framkvæmdastjóri Livepool, hefur þó trú á heimsmeistaranum og segir hann bara þurfa að skora eitt mark mark eða svo til að hrökkva í gang.
,,Ég held að Fernando sé sífellt að styrkjast, komast í betra form og eins er sjálfstraustið að aukast. Hann mun springa út nái hann að skora eitt mark eða svo. Ég fylgist með honum á æfingum á hverjum degi og hann leggur mjög hart að sér og er ákveðinn í öllu sem hann er að fást við. En hann er sóknarmaður og það má oft litlu muna hjá þeim hvort hluturnir gangi upp eða ekki. Hann þarf bara að ná einu eða tveimur mörkum eða þá góðum leikjum og þá munu allir sjá hinn gamla góða Fernando Torres á nýjan leik."
Liverpool leikur annað kvöld á heimavelli gegn botnliði Wolves. Í þeim leik ætti að gefast gott færi fyrir Fernando Torres, sem hefur aðeins skorað fimm mörk það sem af er leiktíðar, og félaga að koma sér almennilega í gang. Ekki er seinna vænna á árinu því þetta er síðasti leikurinn á þessu erfiða ári.
TIL BAKA
Fernando þarf bara að skora

,,Ég held að Fernando sé sífellt að styrkjast, komast í betra form og eins er sjálfstraustið að aukast. Hann mun springa út nái hann að skora eitt mark eða svo. Ég fylgist með honum á æfingum á hverjum degi og hann leggur mjög hart að sér og er ákveðinn í öllu sem hann er að fást við. En hann er sóknarmaður og það má oft litlu muna hjá þeim hvort hluturnir gangi upp eða ekki. Hann þarf bara að ná einu eða tveimur mörkum eða þá góðum leikjum og þá munu allir sjá hinn gamla góða Fernando Torres á nýjan leik."
Liverpool leikur annað kvöld á heimavelli gegn botnliði Wolves. Í þeim leik ætti að gefast gott færi fyrir Fernando Torres, sem hefur aðeins skorað fimm mörk það sem af er leiktíðar, og félaga að koma sér almennilega í gang. Ekki er seinna vænna á árinu því þetta er síðasti leikurinn á þessu erfiða ári.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Meiðslafréttir -
| Sf. Gutt
Jafnt í fyrsta leik ársins -
| Sf. Gutt
Matt Beard borinn til grafar -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu -
| Sf. Gutt
Fyrir 15 árum! -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Álfumet hjá Mohamed Salah! -
| Sf. Gutt
Ibrahima Konaté ekki til Íslands -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir
Fréttageymslan