| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Kuyt vill ólmur spila gegn Utrecht
Roy Hodgson mun örugglega stilla upp hálfgerðu varaliði gegn Utrecht í Evrópudeildinni á miðvikudag, enda Liverpool búið að tryggja sér sigur í riðlinum. Dirk Kuyt vill þó ólmur taka þátt í leiknum. 
Það er skiljanlegt að Kuyt vilji spila gegn Utrecht, en Hollendingurinn hóf farsælan atvinnumannsferill sinn með Utrecht árið 1998 og spilaði með liðinu í 5 ár áður en hann var seldur til Feyenoord.
,,Ég er þannig leikmaður að ég vil helst spila hvern einasta leik. Ég hef misst marga leiki úr á þessu tímabili þannig að mér veitir ekki af því að spila, en þar fyrir utan væri auðvitað mjög gaman að mæata mínum gömlu félögum í Utrecht", segir Kuyt.
,,Ég á góðar minningar frá Utrecht og ég á ennþá marga góða vini hjá liðinu. Fólk sem ég er enn í ágætu sambandi við. Það væri gaman að spila á móti mínum gömlu félögum hér á Anfield."
Liverpool er þegar búið að tryggja sér sigur í riðlinum þannig að það er viðbúið að Roy Hodgson muni hvíla marga af lykilmönnum liðsins á miðvikudaginn. Dirk Kuyt vonast þó til að sleppa við hvíldina.

Það er skiljanlegt að Kuyt vilji spila gegn Utrecht, en Hollendingurinn hóf farsælan atvinnumannsferill sinn með Utrecht árið 1998 og spilaði með liðinu í 5 ár áður en hann var seldur til Feyenoord.
,,Ég er þannig leikmaður að ég vil helst spila hvern einasta leik. Ég hef misst marga leiki úr á þessu tímabili þannig að mér veitir ekki af því að spila, en þar fyrir utan væri auðvitað mjög gaman að mæata mínum gömlu félögum í Utrecht", segir Kuyt.
,,Ég á góðar minningar frá Utrecht og ég á ennþá marga góða vini hjá liðinu. Fólk sem ég er enn í ágætu sambandi við. Það væri gaman að spila á móti mínum gömlu félögum hér á Anfield."
Liverpool er þegar búið að tryggja sér sigur í riðlinum þannig að það er viðbúið að Roy Hodgson muni hvíla marga af lykilmönnum liðsins á miðvikudaginn. Dirk Kuyt vonast þó til að sleppa við hvíldina.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Enn þokast Mohamed Salah upp listann! -
| Sf. Gutt
Cody Gakpo gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Meistaradeildarhópur Liverpool staðfestur! -
| Sf. Gutt
Fyrsta æfingin! -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Af lánsmönnum -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Áhættunnar virði! -
| Sf. Gutt
Búið að dagsetja Evrópuleikina -
| Sf. Gutt
Harvey Elliott lánaður
Fréttageymslan