| Grétar Magnússon

Elskar lífið í Liverpool

Raul Meireles hefur komið sér vel fyrir í Liverpool borg og segist vera mjög ánægður með hversu fljótur hann var að aðlagast nýju lífi.

,,Mér líkar vistin hér mjög vel og það er gott að búa í þessari borg," sagði Meireles í viðtali við opinbera heimasíðu félagsins.

,,Ég og fjölskylda mín höfum fundið fína íbúð á góðum stað og við förum í göngutúra til að skoða borgina.  Fólkið hér er mjög vingjarnlegt og hefur tekið okkur opnum örmum sem lætur okkur líða vel."

,,Við höfum farið á nokkra frábæra veitingastaði og hér er gott að búa.  Það getur stundum verið erfitt að skilja Carragher og Gerrard en þeir tala oft hægar við mig og því næ ég að skilja þá þannig.  Lucas og Fabio Aurelio tala svo portúgölsku við mig og þeir hafa hjálpað mér mikið."

Meireles segir að ekkert jafnist á að heyra þjóðsönginn "You'll never walk alone" áður en leikar hefjast á Anfield.

,,Það er mjög sérstakt að spila fyrir framan Kop stúkuna og ég nýt þess í botn að spila fyrir Liverpool.  Þegar ég labba út á völlinn er konan mín það fyrsta sem ég leita eftir.  Í síðasta heimaleik sá ég hana með farsíma í hendi að taka upp söng Gerry Marsden.  Það var ótrúlegt."

,,Þegar maður er komin inná völlinn og heyrir sönginn þá gefur það manni auka kraft og það er ótrúlegt að heyra í mannfjöldanum."

Meireles talar einnig um húðflúrin sín en meðal annara leikmanna sem skarta mikið af húðflúrum eru þeir Martin Skrtel og Daniel Agger.

,,Við höfum talað um húðflúrin okkar og ég hef spurt þá hvar þeir hafa fengið sín.  Ég held að ég sé með fleiri en Martin en Agger er klárlega með flestu húðflúrin, sem stendur að minnsta kosti, ég er að reyna að ná honum !"

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan