| Grétar Magnússon

Mark spáir í spilin

Liverpool sækir Bolton Wanderers heim á morgun, sunnudag.  Að venju tekur Mark Lawrenson fram spádómskúluna og spáir fyrir um úrslit leiksins.

Liverpool unnu langþráðan sigur gegn Blackburn um síðustu helgi og létti það pressunni eilítið af Roy Hodgson og hans mönnum en það er ljóst að ef sigur vinnst ekki á morgun að þá sé staða hans er aftur orðin ansi veik.

Liverpool hefur gengið vel gegn Bolton á undanförnum árum og unnið síðustu sjö leiki liðanna.  Á síðustu leiktíð vannst 3-2 baráttusigur á Rebook vellinum þar sem Glen Johnson, Fernando Torres og Steven Gerrard skoruðu mörkin.  Í leik liðanna á Anfield vannst 2-0 sigur þar sem þeir Dirk Kuyt og Kevin Davies (sjálfsmark) skoruðu mörkin.  Var þetta þriðja árið í röð sem sigur vannst á Bolton í báðum deildarleikjum tímabilsins og er það félagsmet hjá Liverpool.

Staða liðanna í deildinni er ólík, Liverpool sitja ennþá í fallsæti, nánar tiltekið í því átjánda.  Bolton eru í 10. sæti en þó munar ekki nema þremur stigum á liðinum, Bolton eru með 12 á meðan Liverpool hafa 9.  Vinni Liverpool leikinn er ólíklegt að þeir komist upp fyrir Bolton því síðarnefnda liðið er með jafnan markamun á meðan Liverpool eru með fimm mörk í mínus.

Spá Mark Lawrenson:

,,Bolton hafa náð nokkrum góðum úrslitum á tímabilinu og sóknarmaðurinn Johan Elmander hefur verið duglegur við að skora."

,,En í síðustu viku náðu Liverpool loksins að spila vel og vinna sigur gegn Blackburn."

,,Steven Gerrard og aðrir miðjumenn sóttu mikið fram og þeir rauðu voru mikið meira ógnandi en þeir hafa áður verið á þessu tímabili."

Spá:  Bolton - Liverpool 1-2.

                                                                                  Til minnis.

- Liverpool hefur ekki unnið útileik á þessari leiktíð.

- Roy Hodgson hefur ekki fagnað sigri á útivelli í deildarleik frá því á fyrsta degi síðustu leiktíðar.

- Enn einu sinni spilar Liverpool á sunnudegi á þessu keppnistímabili.

                                                                                    Síðast



Liverpool vann góðan sigur 2:3 í skemmtilegum leik. Glen Johnson, Fernando Torres og Steven Gerrard skoruðu og kom mark fyrirliðans þegar stutt var til leiksloka.



TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan