| Sf. Gutt
Christian Poulsen lék sinn fyrsta leik með Liverpool gegn Trabzonspor í fyrrakvöld. Hann var að sjálfsögðu settur inn á miðjuna og þótti hann sleppa vel frá leiknum. Christian skoraði meira að segja en markið hans var dæmt af og þótti mörgum það dularfullur dómur. Eftir á að sjá hvort sá dómur á eftir að draga dilk á eftir sér en Liverpool vann auðvitað aðeins 1:0.
Roy Hodgson, framkvæmdastjóri Liverpool, sagðist ánægður með frumraun Danans í rauðu treyjunni.
,,Mér fannst Christian spila mjög vel og ekki síst vegna þess að hann hefur varla spilað neitt frá því í Heimsmeistarakeppninni. Hann tók á sig ábyrgð og reyndi alltaf að spila boltanum fram á við. Það var gaman að sjá að áhorfendur í Kop stúkunni áttuðu sig á því að þarna var kominn góður liðsmaður. Við eigum eftir að þurfa á kröftum hans, og annarra frábærra leikmanna sem við höfum í okkar röðum, að halda á þessu keppnistímabili."
TIL BAKA
Roy ánægður með Christian

Roy Hodgson, framkvæmdastjóri Liverpool, sagðist ánægður með frumraun Danans í rauðu treyjunni.
,,Mér fannst Christian spila mjög vel og ekki síst vegna þess að hann hefur varla spilað neitt frá því í Heimsmeistarakeppninni. Hann tók á sig ábyrgð og reyndi alltaf að spila boltanum fram á við. Það var gaman að sjá að áhorfendur í Kop stúkunni áttuðu sig á því að þarna var kominn góður liðsmaður. Við eigum eftir að þurfa á kröftum hans, og annarra frábærra leikmanna sem við höfum í okkar röðum, að halda á þessu keppnistímabili."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Með stærri stundum! -
| Sf. Gutt
Gleðilega páska! -
| Sf. Gutt
Sex stig duga! -
| Sf. Gutt
Trent að verða leikfær -
| Heimir Eyvindarson
Ættleiddur Scouser búinn að skrifa undir! -
| Sf. Gutt
Einbeitum okkur bara að næsta leik! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Mummi
Mikið fjör á árshátíð Liverpoolklúbbsins! -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah gerir nýjan samning!
Fréttageymslan