| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Við vitum ekkert um framtíðina
Roy Hodgson er himinlifandi yfir því að Fernando Torres kjósi að vera áfram hjá Liverpool. Hann veit hinsvegar að einhvern daginn getur komið tilboð í hann sem ekki verður hægt að hafna.
Roy Hodgson lýsir í viðtali við Liverpool Echo mikilli ánægju með þá ákvörðun Fernando Torres að blása á sögusagnir um hugsanleg félagaskipti og helga krafta sína Liverpool.
,,Það er vitanlega frábært að óvissunni sé nú eytt og Fernando sé ákveðinn í að hjálpa félaginu að komast á rétta braut á nýjan leik. Nú er ekkert annað í stöðunni en að við reynum allir sem einn að eiga eins gott tímabil og hægt er. Hann sem spilari, við sem félag og ég sem stjóri."
,,Nú snýst allt um að koma félaginu á réttan kjöl. Ef allt gengur upp og við eigum gott tímabil þá verður staðan næsta sumar hugsanlega þannig að enginn vill fara neitt. Ef okkur tekst ekki að bæta okkar leik þá getur farið svo að næsta sumar verði vangavelturnar um framtíð leikmannanna allsráðandi. Það er erfiðara að halda í stórstjörnur á borð við Fernando ef liðinu gengur ekki sem skyldi."
,,Svo getur auðvitað farið svo að Fernando eigi svo stórkostlegt tímabil að það komi tilboð í hann sem engin leið verður að hafna. Upphæðir eins og Real Madrid bauð AC Milan fyrir Kaka eða Manchester United fyrir Christiano Ronaldo."
,,Ef slík tilboð berast þá munum við einfaldlega skoða það. Það er engin leið að segja til um hvað framtíðin ber í skauti sér. Fernando hefur gefið það út að hann vilji ná árangri með félaginu og hann vilji gera aðdáendur liðsins hamingjusama. Það er auðvitað okkar eina markmið og nú stefnum við bara að því og hugsum ekki um annað á meðan."
Roy Hodgson lýsir í viðtali við Liverpool Echo mikilli ánægju með þá ákvörðun Fernando Torres að blása á sögusagnir um hugsanleg félagaskipti og helga krafta sína Liverpool.
,,Það er vitanlega frábært að óvissunni sé nú eytt og Fernando sé ákveðinn í að hjálpa félaginu að komast á rétta braut á nýjan leik. Nú er ekkert annað í stöðunni en að við reynum allir sem einn að eiga eins gott tímabil og hægt er. Hann sem spilari, við sem félag og ég sem stjóri."
,,Nú snýst allt um að koma félaginu á réttan kjöl. Ef allt gengur upp og við eigum gott tímabil þá verður staðan næsta sumar hugsanlega þannig að enginn vill fara neitt. Ef okkur tekst ekki að bæta okkar leik þá getur farið svo að næsta sumar verði vangavelturnar um framtíð leikmannanna allsráðandi. Það er erfiðara að halda í stórstjörnur á borð við Fernando ef liðinu gengur ekki sem skyldi."
,,Svo getur auðvitað farið svo að Fernando eigi svo stórkostlegt tímabil að það komi tilboð í hann sem engin leið verður að hafna. Upphæðir eins og Real Madrid bauð AC Milan fyrir Kaka eða Manchester United fyrir Christiano Ronaldo."
,,Ef slík tilboð berast þá munum við einfaldlega skoða það. Það er engin leið að segja til um hvað framtíðin ber í skauti sér. Fernando hefur gefið það út að hann vilji ná árangri með félaginu og hann vilji gera aðdáendur liðsins hamingjusama. Það er auðvitað okkar eina markmið og nú stefnum við bara að því og hugsum ekki um annað á meðan."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Alisson meiddur -
| Sf. Gutt
Federico meiddur -
| Sf. Gutt
Arne Slot setur nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Hinsta ferð Ron Yeats -
| Sf. Gutt
Er ekkert að spá í stigatöfluna! -
| Sf. Gutt
Arne Slot setur nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Stóð sannarlega undir væntingum! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Stórsigur í Deildarbikarnum! -
| Sf. Gutt
Íslenskir heiðursgestir á Anfield!
Fréttageymslan