| Sf. Gutt
TIL BAKA
David ánægður með mörkin
David Ngog kom sér í sögubækur Liverpool í Makedóníu í gærkvöldi. Hann skoraði þá fyrstu mörk Liverpool á valdatíð Roy Hodgson þegar Liverpool vann Rabotnicki 2:0. David sagðist vera ánægður með mörkin. ,,Það var mjög gaman að skora en það mikilvægasta í kvöld var að vinna leikinn." David afgreiddi mörkin vel en hann ítrekaði þátt félaga sinna, Lucas Leiva og Martin Kelly, í markaskorun sinni. Svona lýsti David Ngog mörkunum sínum sögulegu eftir leikinn.
,,Fyrra markið kom eftir aukaspyrnu. Ég sá svolítið pláss fyrir aftan varnarmanninn og Lucas sendi góða sendingu á mig. Lánið var með mér og ég klárði færið."
,,Kelly gerði vel í seinna markinu og sendi frábæra sendingu fyrir markið á mig."
Roy Hodgson stýrði Liverpool til sigurs í sínum fyrsta opinbera leik. Hann var ánægður með framgöngu David Ngog og hrósaði honum eftir leikinn.
,,Mér finnst David hafa staðið sig vel í æfingaleikjunum hingað til og hann hefur lagt mjög hart að sér á æfingum. Ég er ánægður með að hann skyldi hafa kórónað leik sinn með tveimur mörkum. Hann leiddi sóknina vel, var hreyfanlegur og hélt boltanum vel. Sóknarmenn þurfa alltaf á mörkum að halda og honum hefur þótt gott að skora. Mörkin þýða að hann þarf ekki að hafa miklar áhyggjur af komandi leikjum."
,,Fyrra markið kom eftir aukaspyrnu. Ég sá svolítið pláss fyrir aftan varnarmanninn og Lucas sendi góða sendingu á mig. Lánið var með mér og ég klárði færið."
,,Kelly gerði vel í seinna markinu og sendi frábæra sendingu fyrir markið á mig."
Roy Hodgson stýrði Liverpool til sigurs í sínum fyrsta opinbera leik. Hann var ánægður með framgöngu David Ngog og hrósaði honum eftir leikinn.
,,Mér finnst David hafa staðið sig vel í æfingaleikjunum hingað til og hann hefur lagt mjög hart að sér á æfingum. Ég er ánægður með að hann skyldi hafa kórónað leik sinn með tveimur mörkum. Hann leiddi sóknina vel, var hreyfanlegur og hélt boltanum vel. Sóknarmenn þurfa alltaf á mörkum að halda og honum hefur þótt gott að skora. Mörkin þýða að hann þarf ekki að hafa miklar áhyggjur af komandi leikjum."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald! -
| Sf. Gutt
Jarell Quansah ekki meiddur -
| Sf. Gutt
Farinn heim -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið frá í haust
Fréttageymslan