| Sf. Gutt
TIL BAKA
David ánægður með mörkin
David Ngog kom sér í sögubækur Liverpool í Makedóníu í gærkvöldi. Hann skoraði þá fyrstu mörk Liverpool á valdatíð Roy Hodgson þegar Liverpool vann Rabotnicki 2:0. David sagðist vera ánægður með mörkin. ,,Það var mjög gaman að skora en það mikilvægasta í kvöld var að vinna leikinn." David afgreiddi mörkin vel en hann ítrekaði þátt félaga sinna, Lucas Leiva og Martin Kelly, í markaskorun sinni. Svona lýsti David Ngog mörkunum sínum sögulegu eftir leikinn.
Roy Hodgson stýrði Liverpool til sigurs í sínum fyrsta opinbera leik. Hann var ánægður með framgöngu David Ngog og hrósaði honum eftir leikinn.
,,Mér finnst David hafa staðið sig vel í æfingaleikjunum hingað til og hann hefur lagt mjög hart að sér á æfingum. Ég er ánægður með að hann skyldi hafa kórónað leik sinn með tveimur mörkum. Hann leiddi sóknina vel, var hreyfanlegur og hélt boltanum vel. Sóknarmenn þurfa alltaf á mörkum að halda og honum hefur þótt gott að skora. Mörkin þýða að hann þarf ekki að hafa miklar áhyggjur af komandi leikjum."
Roy Hodgson stýrði Liverpool til sigurs í sínum fyrsta opinbera leik. Hann var ánægður með framgöngu David Ngog og hrósaði honum eftir leikinn.
,,Mér finnst David hafa staðið sig vel í æfingaleikjunum hingað til og hann hefur lagt mjög hart að sér á æfingum. Ég er ánægður með að hann skyldi hafa kórónað leik sinn með tveimur mörkum. Hann leiddi sóknina vel, var hreyfanlegur og hélt boltanum vel. Sóknarmenn þurfa alltaf á mörkum að halda og honum hefur þótt gott að skora. Mörkin þýða að hann þarf ekki að hafa miklar áhyggjur af komandi leikjum."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Jarðhræringar í Liverpool! -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu! -
| Sf. Gutt
Gleðilegt sumar! -
| Sf. Gutt
Conor Bradley Leikmaður ársins hjá Norður Írum
Fréttageymslan