David Ngog

Fæðingardagur:
01. apríl 1989
Fæðingarstaður:
Gennevilliers, Frakklandi
Fyrri félög:
Paris Saint Germain
Kaupverð:
£ 1500000
Byrjaði / keyptur:
24. júlí 2008
Upplýsingar á LFChistory.net
Skoða

Franski framherjinn David Ngog vakti athygli fyrir frammistöðu sína með PSG. Útsendari Liverpool í Frakklandi, Laurent Viaud, mælti með hinum 19 ára framherja við félagið. Paris St Germain samþykkti tilboð Liverpool sem hljóðar upp á 1,5 milljón punda. PSG er þvert um geð að selja hann en hann vildi ekki gera nýjan samning við liðið og PSG því nauðugur einn kostur að láta hann fara vegna þess að hann á bara eitt ár eftir af samningi sínum. Hann þreytti frumraun sína fyrir PSG á síðasta tímabili en skoraði einungis eitt mark.

Ngog vakti fyrst athygli enskra liða þegar hann rústaði enska U-18 ára landsliðinu í september 2006. Hann skoraði bæði mörk Frakka í 2-0 útisigri og sagt var að ensku ljónin hefðu verið tamin af Ngog.

Það varð fljótt ljóst hve mikið efni Liverpool hafði nælt sér í en hann skoraði tvö glæsileg mörk í þeim æfingaleikjum sem hann lék í á undirbúningstímabilinu. Hann lék í átján leikjum fyrir Liverpool á sinni fyrstu leiktíð í Úrvalsdeildinni, flest af þeim skiptum kom hann inn á sem varamaður undir lok leikja en í sínum fyrsta byrjunarliðsleik skoraði hann fyrsta markið sitt fyrir liðið er hann skoraði gegn PSV í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Frumraun hans var í viðureign Liverpool og Aston Villa þegar hann kom inn á sem skiptimaður í lok ágúst 2008.

Tölfræðin fyrir David Ngog

Tímabil Deild Bikar Deildarbikar Evrópa Annað Alls
2008/2009 13 - 2 0 - 0 2 - 0 3 - 1 0 - 0 18 - 3
2009/2010 24 - 5 2 - 0 2 - 1 9 - 2 0 - 0 37 - 8
2010/2011 25 - 2 1 - 0 1 - 1 11 - 5 0 - 0 38 - 8
Samtals 62 - 9 3 - 0 5 - 2 23 - 8 0 - 0 93 - 19

Fréttir, greinar og annað um David Ngog

Fréttir

Í nærmynd

Skoða önnur tímabil