| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Sigur í Makedóníu
Liverpool unnu sinn fyrsta sigur undir stjórn Roy Hodgson þegar liðið sigraði FK Rabotnicki 0-2 í Makedóníu. Marga lykilmenn vantaði en það var ekki að sjá á leik liðsins.
Roy Hodgson hafði ekki úr miklu að velja þegar hann valdi hópinn sem fór til Makedóníu og ljóst var að byrjunarliðið myndi verða skipað ungum leikmönnum að einhverju leyti. Hann tók þó enga áhættu með vörnina og telfdi fram þeim Kyrgiakos, Agger og Skrtel öllum saman í byrjunarliðinu ásamt Martin Kelly.
Fyrir leikinn var ekki mikið vitað um Rabotnicki en ljóst var að þeir myndu fá góðan stuðning áhorfenda og alveg eins mátti búast við því að þeir myndu reyna að nýta sér það að engir lykilmenn Liverpool myndu spila þennan leik. Það var þó ekki að sjá þegar leikurinn hófst og virtust heimamenn bera of mikla virðingu fyrir stórliði Liverpool.
Fyrsta mark leiksins kom eftir aðeins 18 mínútna leik þegar Lucas tók aukaspyrnu fljótt og sendi fram á David Ngog, Frakkinn ungi hljóp af sér varnarmann og náði að ýta í boltann með tánni áður en markvörður Rabotnicki náði til hans, eftirleikurinn var auðveldur og Ngog setti boltann í autt markið af örstuttu færi.
Eftir þetta var leikurinn í ágætis jafnvægi og heimamenn ógnuðu aðeins með langskotum. Í síðari hálfleik var það sama uppi á teningnum, heimamenn ógnuðu lítið og leikmenn Liverpool voru ekkert að stressa sig á hlutunum. David Ngog skoraði svo aftur á 58. mínútu þegar hann skaut viðstöðulaust í markið eftir góða sendingu frá Martin Kelly, sem hafði skeiðað upp hægri kantinn.
Markið virtist gjörsamlega slökkva í heimamönnum og leikurinn fjaraði hægt og rólega út. Roy Hodgson gat því gengið sáttur af velli með sína menn sem héldu hreinu á útivelli og náðu að setja tvö mörk. Síðari leikurinn á Anfield ætti því að verða nokkuð þægilegur en þó skal aldrei ganga að neinu vísu í Evrópukeppni.
Rabotnicki: Bogatinov, Sekulovski (Adem, 43. mín.), Belica, Lopes, Dimovski, Carlos (Mojsov, 57. mín.), Tuneski (Petkovski, 77. mín.), Todorovski, Gligorov, Dos Santos, Da Silva. Ónotaðir varamenn: Kandikijan, Roberto Carlos, Marcio, Sinkovic.
Liverpool: Cavalieri, Kelly, Kyrgiakos, Skrtel, Agger (Darby, 72. mín.), Leiva, Spearing, Aquilani (Dalla Valle, 83. mín.), Jovanovic, Amoo (Eccleston, 83. mín.) og Ngog. Ónotaðir varamenn: Gulacsi, Ayala, Shelvey og Ince.
Mörk Liverpool: David Ngog (18. og 58. mín.)
Dómari: Antonio Damato.
Áhorfendur á Philip II Arena: 23.000.
Maður leiksins: David Ngog ætti að fá þessa nafnbót með réttu en hann sá um að skora mörkin í leiknum. Allir leikmenn liðsins komust vel frá leiknum og var David Amoo sérstaklega líflegur á hægri kantinum sem og Milan Jovanovic á þeim vinstri.
Roy Hodgson: ,,Ég er mjög ánægður. Ég held að þetta hafi verið leikur sem hefði getað verið mjög erfiður fyrir okkur. Stuðningsmenn þeirra voru frábærir og studdu þá vel allan leikinn. Það voru margir á vellinum og sumir leikmanna okkar eru ekki vanir því að spila fyrir framan svo marga. Ég er mjög ánægður með alla leikmennina og þá staðreynd að við snúum aftur á Anfield með þægilega forystu."
Hér má sjá myndir úr leiknum af opinberu heimasíðu félagsins.
Fróðleikur.
- Roy Hodgson stjórnaði Liverpool í fyrsta sinn í opinberum kappleik.
- Roy er átjándi framkvæmdastjóri í sögu Liverpool Football Club.
- Framkvæmdastjóri Liverpool hefur aldrei áður stýrt fyrsta opinbera leik sínum svo snemma eða í júlí.
- David Ngog skoraði fyrstu mörkin á valdatíð Roy Hodgson.
- Þeir Milan Jovanovic, David Amoo og Lauri Dalla Valle léku í fyrsta sinn með aðalliði Liverpool.
Roy Hodgson hafði ekki úr miklu að velja þegar hann valdi hópinn sem fór til Makedóníu og ljóst var að byrjunarliðið myndi verða skipað ungum leikmönnum að einhverju leyti. Hann tók þó enga áhættu með vörnina og telfdi fram þeim Kyrgiakos, Agger og Skrtel öllum saman í byrjunarliðinu ásamt Martin Kelly.
Fyrir leikinn var ekki mikið vitað um Rabotnicki en ljóst var að þeir myndu fá góðan stuðning áhorfenda og alveg eins mátti búast við því að þeir myndu reyna að nýta sér það að engir lykilmenn Liverpool myndu spila þennan leik. Það var þó ekki að sjá þegar leikurinn hófst og virtust heimamenn bera of mikla virðingu fyrir stórliði Liverpool.
Fyrsta mark leiksins kom eftir aðeins 18 mínútna leik þegar Lucas tók aukaspyrnu fljótt og sendi fram á David Ngog, Frakkinn ungi hljóp af sér varnarmann og náði að ýta í boltann með tánni áður en markvörður Rabotnicki náði til hans, eftirleikurinn var auðveldur og Ngog setti boltann í autt markið af örstuttu færi.
Eftir þetta var leikurinn í ágætis jafnvægi og heimamenn ógnuðu aðeins með langskotum. Í síðari hálfleik var það sama uppi á teningnum, heimamenn ógnuðu lítið og leikmenn Liverpool voru ekkert að stressa sig á hlutunum. David Ngog skoraði svo aftur á 58. mínútu þegar hann skaut viðstöðulaust í markið eftir góða sendingu frá Martin Kelly, sem hafði skeiðað upp hægri kantinn.
Markið virtist gjörsamlega slökkva í heimamönnum og leikurinn fjaraði hægt og rólega út. Roy Hodgson gat því gengið sáttur af velli með sína menn sem héldu hreinu á útivelli og náðu að setja tvö mörk. Síðari leikurinn á Anfield ætti því að verða nokkuð þægilegur en þó skal aldrei ganga að neinu vísu í Evrópukeppni.
Rabotnicki: Bogatinov, Sekulovski (Adem, 43. mín.), Belica, Lopes, Dimovski, Carlos (Mojsov, 57. mín.), Tuneski (Petkovski, 77. mín.), Todorovski, Gligorov, Dos Santos, Da Silva. Ónotaðir varamenn: Kandikijan, Roberto Carlos, Marcio, Sinkovic.
Liverpool: Cavalieri, Kelly, Kyrgiakos, Skrtel, Agger (Darby, 72. mín.), Leiva, Spearing, Aquilani (Dalla Valle, 83. mín.), Jovanovic, Amoo (Eccleston, 83. mín.) og Ngog. Ónotaðir varamenn: Gulacsi, Ayala, Shelvey og Ince.
Mörk Liverpool: David Ngog (18. og 58. mín.)
Dómari: Antonio Damato.
Áhorfendur á Philip II Arena: 23.000.
Maður leiksins: David Ngog ætti að fá þessa nafnbót með réttu en hann sá um að skora mörkin í leiknum. Allir leikmenn liðsins komust vel frá leiknum og var David Amoo sérstaklega líflegur á hægri kantinum sem og Milan Jovanovic á þeim vinstri.
Roy Hodgson: ,,Ég er mjög ánægður. Ég held að þetta hafi verið leikur sem hefði getað verið mjög erfiður fyrir okkur. Stuðningsmenn þeirra voru frábærir og studdu þá vel allan leikinn. Það voru margir á vellinum og sumir leikmanna okkar eru ekki vanir því að spila fyrir framan svo marga. Ég er mjög ánægður með alla leikmennina og þá staðreynd að við snúum aftur á Anfield með þægilega forystu."
Hér má sjá myndir úr leiknum af opinberu heimasíðu félagsins.
Fróðleikur.
- Roy Hodgson stjórnaði Liverpool í fyrsta sinn í opinberum kappleik.
- Roy er átjándi framkvæmdastjóri í sögu Liverpool Football Club.
- Framkvæmdastjóri Liverpool hefur aldrei áður stýrt fyrsta opinbera leik sínum svo snemma eða í júlí.
- David Ngog skoraði fyrstu mörkin á valdatíð Roy Hodgson.
- Þeir Milan Jovanovic, David Amoo og Lauri Dalla Valle léku í fyrsta sinn með aðalliði Liverpool.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Arne Slot setur nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Stóð sannarlega undir væntingum! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Stórsigur í Deildarbikarnum! -
| Sf. Gutt
Íslenskir heiðursgestir á Anfield! -
| Sf. Gutt
Trent kominn upp í 100! -
| Sf. Gutt
Sorgarfréttir -
| Sf. Gutt
Fjórir sigrar í röð í Mílanó! -
| Sf. Gutt
Ótrúlegur munur! -
| Sf. Gutt
Til hamingju!
Fréttageymslan