| Sf. Gutt

Liverpool vinnur titil eftir langt hlé!

Það bættist titill í safnið hjá Liverpool í dag þegar liðið vann Oldham Athletic 3:0 í úrslitum Lancashire bikarkeppninnar sem heitir Lancashire Senior Cup á frummálinu. Þessi titill tilheyrir síðasta keppnistímabili en ekki vannst tími til að leika úrslitaleikinn í vor. 

Liverpool tefldi fram varaliðsmönnum og unglingum í þessum leik gegn sterku liði Oldham sem annars spilar í þriðju efstu deild. Tony Silva, Gerardo Bruna og Nicolaj Kohlert skoruðu mörk Liverpool og færðu titil í hús sem er alltaf gleðilegt. John McMahon, þjálfari Liverpool, taldi lið sitt hafa spilað mjög góða knattspyrnu gegn sterku liði Oldham og var mjög ánægður með strákana sína.  

Liverpool: Dean Bouzanis, John Flanagan, Emmanuel Mendy, Alex Cooper, Andre Wisdom, fyrirliði, Conor Coady, Tony Silva, Nicolaj Kohlert (Michael Roberts 65. mín.), Nikola Saric, Gerardo Bruna og Vincent Weijl (Michael Ngoo 75. mín.).

Þetta er í ellefta sinn sem Liverpool vinnur þessa keppni en í fyrsta sinn frá leiktíðinni 1972/73. Keppnin á sér mjög langa sögu og hún fór fyrst fram keppnistímabilið 1879/80. Blackburn Rovers hefur oftast unnið keppnina eða seytján sinnum. Þátttökurétt eiga lið frá Lancashire sýslu sem er á norðvestur hluta Englands. 

Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.

Þess má geta að eftir viku gæti annar titill bæst í safnið hjá Liverpool en þá leikur liðið við Skelmersdale í úrslitum Liverpool bikarkeppninnar. Sá úrslitaleikur, eins og sá í dag, tilheyrir síðasta keppnistímabili. Vonandi nær Liverpool að vinna tvöfalt þótt seint sé!



TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan