| Sf. Gutt
Segja má að leikmenn Liverpool hafi verið sjálfum sér líkir á nýjan leik í vorblíðunni á móti Tottenham Hotspur á Anfield Road í dag. Liverpool vann góðan 4:2 sigur og spilaði stórvel lengst af.
Liverpool tók öll völd snemma leiks og boltinn lá í marki Tottenham eftir 16 mínútur. Cody Gakpo sendi fyrir frá vinstri. Hann hitti beint á Mohamed Salah sem skallaði í mark af stuttu færi við fjærstöngina. Yfirburðir Liverpool voru algjörir og á lokamínútu hálfleiksins sendi Andrew Robertson á Mohamed inni í vítateignum. Hann skaut rétt utan markteigsins. Markmaður Tottenham varði en hélt ekki boltanum. Skotinn fylgdi á eftir og skoraði af stuttu færi. Vel gert að vera vakandi og ljúka sókninni.
Liverpool hamraði heita járnið og fimm mínútum eftir hlé kom þriðja markið. Harvey Elliott vann boltann hægra megin. Hann sendi svo fyrir markið þar sem Cody stökk hæst og skallaði óverjandi í markið. Hollendingurinn hefur spilað vel síðustu vikurnar og verið bestur af framherjum Liverpool.
Níu mínútum seinna fékk Mohamed boltann vinstra megin. Hann rúllaði boltanum til vinstri á Harvey. Hann lék framhjá einum varnarmanni og þrumaði boltanum svo upp í vinstra hornið á markinu fyrir framan Kop stúkuna. Stórglæsilegt mark hjá Harvey sem var besti maður vallarins.
Trúlega áttu flestir von á að Liverpool myndi skora fleiri mörk og það kom því á óvart þegar Richarlison kom Spurs á blað á 72. mínútu. Hann skoraði þá rétt utan markteigs eftir fyrirgjöf frá hægri. Fimm mínútum seinna fékk Brasilíumaðurinn boltann í vítateignum og lagði upp skotfæri fyrir Son Heung-min sem skoraði með hnitmiðuðu skoti. Spurs átti í kjölfarið hættulegar sóknir en sem betur fer tókst þeim ekki að bæta við mörkum. Sigur Liverpool var öruggur þó Spurs næði að komast inn í leikinn.
Segja má að leikmenn Liverpool hafi verið sjálfum sér líkir á nýjan leik í dag. Það hefur gengið á ýmsu síðustu vikurnar hjá Liverpool. Liðið náði ekki sínu besta í of mörgum leikjum en nú könnuðust stuðningsmenn Liverpool við sína menn. Enski meistaratitillinn getur unnist en samt varla lengur. Því miður!
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Quansah, van Dijk, Robertson (Gomez 64. mín.), Elliott (Szoboszlai 83. mín.), Endo (Bajcetic 64. mín.), Mac Allister (Gravenberch 75. mín.), Salah, Gakpo og Díaz (Núnez 75. mín.). Ónotaðir varamenn: Kelleher, Konaté, Jones og Bradley.
Mörk Liverpool: Moahmed Salah (16. mín.), Andrew Robertson (45. mín.), Cody Gakpo (50. mín.) og Harvey Elliott (59. mín.).
Gult spjald: Trent Alexander-Arnold.
Tottenham Hotspur: Vicario, Porro, Romero, van de Ven, Emerson Royal, (Skipp 61. mín.), Bissouma, Sarr (Lo Celso 75. mín.), Bentancur (Richarlison 61. mín.), Kulusevski (Maddison 61. mín.), Son Heung-min og Johnson. Ónotaðir varamenn: Højbjerg, Dragusin, Gil, Austin og Moore.
Mörk Tottenham: Richarlison (72. mín.) og Son Heung-min (77. mín.).
Gul spjöld: Pape Sarr, Micky van de Ven, Emerson Royal og Yves Bissouma.
Áhorfendur á Anfield Road: Ekki vitað.
Maður leiksins: Harvey Elliott. Harvey átti stórleik. Hápunkturin var auðvitað hið stórglæsilega mark en þar fyrir utan var hann sífellt að reyna að skapa í sóknarleiknum. Hann átti stoðsendingu, skoti hans var bjargað á línu og svo mætti lengi telja.
Jürgen Klopp: ,,Ég var virkilega ánægður með hvernig strákarnir spiluðu. Einstaklingar spiluðu mjög vel og það sama má segja um liðið í heild. Það er hægt að gleðjast yfir mörgu í dag."
- Mohamed Salah skoraði 25. mark sitt á keppnistímabilinu.
- Þetta var níunda deildarmark Mohamed á móti Tottenham. Það er nýtt félagsmet.
- Andrew Robertson skoraði í þriðja sinn á leiktíðinni.
- Cody Gakpo er nú kominn með 15 mörk á sparktíðinni.
- Harvey Elliott skoraði fjórða mark sitt það sem af er leiktíðar.
- Sigurinn þýddi að Liverpool hefur fengið 701 deildarstig á valdatíð Jürgen Klopp.
- Stigin hafa komið í 332 leikjum.
TIL BAKA
Sjálfum sér líkir á nýjan leik!
Segja má að leikmenn Liverpool hafi verið sjálfum sér líkir á nýjan leik í vorblíðunni á móti Tottenham Hotspur á Anfield Road í dag. Liverpool vann góðan 4:2 sigur og spilaði stórvel lengst af.
Liverpool tók öll völd snemma leiks og boltinn lá í marki Tottenham eftir 16 mínútur. Cody Gakpo sendi fyrir frá vinstri. Hann hitti beint á Mohamed Salah sem skallaði í mark af stuttu færi við fjærstöngina. Yfirburðir Liverpool voru algjörir og á lokamínútu hálfleiksins sendi Andrew Robertson á Mohamed inni í vítateignum. Hann skaut rétt utan markteigsins. Markmaður Tottenham varði en hélt ekki boltanum. Skotinn fylgdi á eftir og skoraði af stuttu færi. Vel gert að vera vakandi og ljúka sókninni.
Liverpool hamraði heita járnið og fimm mínútum eftir hlé kom þriðja markið. Harvey Elliott vann boltann hægra megin. Hann sendi svo fyrir markið þar sem Cody stökk hæst og skallaði óverjandi í markið. Hollendingurinn hefur spilað vel síðustu vikurnar og verið bestur af framherjum Liverpool.
Níu mínútum seinna fékk Mohamed boltann vinstra megin. Hann rúllaði boltanum til vinstri á Harvey. Hann lék framhjá einum varnarmanni og þrumaði boltanum svo upp í vinstra hornið á markinu fyrir framan Kop stúkuna. Stórglæsilegt mark hjá Harvey sem var besti maður vallarins.
Trúlega áttu flestir von á að Liverpool myndi skora fleiri mörk og það kom því á óvart þegar Richarlison kom Spurs á blað á 72. mínútu. Hann skoraði þá rétt utan markteigs eftir fyrirgjöf frá hægri. Fimm mínútum seinna fékk Brasilíumaðurinn boltann í vítateignum og lagði upp skotfæri fyrir Son Heung-min sem skoraði með hnitmiðuðu skoti. Spurs átti í kjölfarið hættulegar sóknir en sem betur fer tókst þeim ekki að bæta við mörkum. Sigur Liverpool var öruggur þó Spurs næði að komast inn í leikinn.
Segja má að leikmenn Liverpool hafi verið sjálfum sér líkir á nýjan leik í dag. Það hefur gengið á ýmsu síðustu vikurnar hjá Liverpool. Liðið náði ekki sínu besta í of mörgum leikjum en nú könnuðust stuðningsmenn Liverpool við sína menn. Enski meistaratitillinn getur unnist en samt varla lengur. Því miður!
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Quansah, van Dijk, Robertson (Gomez 64. mín.), Elliott (Szoboszlai 83. mín.), Endo (Bajcetic 64. mín.), Mac Allister (Gravenberch 75. mín.), Salah, Gakpo og Díaz (Núnez 75. mín.). Ónotaðir varamenn: Kelleher, Konaté, Jones og Bradley.
Mörk Liverpool: Moahmed Salah (16. mín.), Andrew Robertson (45. mín.), Cody Gakpo (50. mín.) og Harvey Elliott (59. mín.).
Gult spjald: Trent Alexander-Arnold.
Tottenham Hotspur: Vicario, Porro, Romero, van de Ven, Emerson Royal, (Skipp 61. mín.), Bissouma, Sarr (Lo Celso 75. mín.), Bentancur (Richarlison 61. mín.), Kulusevski (Maddison 61. mín.), Son Heung-min og Johnson. Ónotaðir varamenn: Højbjerg, Dragusin, Gil, Austin og Moore.
Mörk Tottenham: Richarlison (72. mín.) og Son Heung-min (77. mín.).
Gul spjöld: Pape Sarr, Micky van de Ven, Emerson Royal og Yves Bissouma.
Áhorfendur á Anfield Road: Ekki vitað.
Maður leiksins: Harvey Elliott. Harvey átti stórleik. Hápunkturin var auðvitað hið stórglæsilega mark en þar fyrir utan var hann sífellt að reyna að skapa í sóknarleiknum. Hann átti stoðsendingu, skoti hans var bjargað á línu og svo mætti lengi telja.
Jürgen Klopp: ,,Ég var virkilega ánægður með hvernig strákarnir spiluðu. Einstaklingar spiluðu mjög vel og það sama má segja um liðið í heild. Það er hægt að gleðjast yfir mörgu í dag."
Fróðleikur
- Mohamed Salah skoraði 25. mark sitt á keppnistímabilinu.
- Þetta var níunda deildarmark Mohamed á móti Tottenham. Það er nýtt félagsmet.
- Andrew Robertson skoraði í þriðja sinn á leiktíðinni.
- Cody Gakpo er nú kominn með 15 mörk á sparktíðinni.
- Harvey Elliott skoraði fjórða mark sitt það sem af er leiktíðar.
- Sigurinn þýddi að Liverpool hefur fengið 701 deildarstig á valdatíð Jürgen Klopp.
- Stigin hafa komið í 332 leikjum.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Steven syrgir Sven -
| Sf. Gutt
Harvey Elliott meiddur -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Fulltrúar Liverpool á EM -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Brighton og Liverpool – Leicester -
| Sf. Gutt
Nýr búningur kynntur -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Frábær úrslit! -
| Sf. Gutt
Merkileg tímamót!
Fréttageymslan