| Sf. Gutt

Mikið undir á Anfield!

Það verður mikið undir á Anfield í kvöld þegar Liverpool og Atletico Madrid mætast í seinni leik liðanna í undanúrslitum Evrópudeildarinnar. En hvað þarf til að Liverpool geti komist áfram í úrslitaleikinn?

- Liverpool er einu marki undir eftir 1:0 tap í fyrri leiknum í Madríd.

- Liverpool þarf því að vinna minnsta kosti með tveggja marka mun. Liðið kæmist áfram með 2:0 sigri.

- Vinni Liverpool 1:0 þarf að framlengja leikinn. Það eru einu úrslitin sem geta valdið því að leikurinn verði framlengdur.  

- Verði staðan sú sama eftir framlengingu verður vítaspyrnukeppni.

- Skori Atletico Madrid mark eða mörk þarf Liverpool að skora tveimur fleiri til að komast áfram.

- Þetta er fjórða viðureign Liverpool og Atletico Madrid í Evrópukeppni. Liverpool hefur enn ekki unnið leik.
 
- Liðið sem fer áfram á Anfield mætir annað hvort Fulham eða Hamburger SV í úrslitaleiknum. Liðin skildu án marka í Þýskalandi.

- Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar verður leikinn á Hamburg Arena leikvanginum þann 12. maí. Það er einmitt heimavöllur Hamburger SV!

Rafael Benítez: Það er lykilatriði að menn haldi ró sinni og hafi trú á að við getum skorað. Ég er ekkert að hugsa um neitt annað en þennan leik. Það getur verið varasamt að hugsa of langt fram í tímann. Þetta er gríðarlega mikilvægur leikur fyrir félagið og við viljum komast í úrslitalitaleikinn.

Steven Gerrard: Í svona leikjum vilja menn taka þátt og á svona kvöldum verða menn að hetjum. Það er eitthvað að leikmönnum sem ekki vilja spila í svona leikjum. Þetta er mikilvægasti leikur leiktíðarinnar. Tvö atriði eiga eftir að koma okkur til góða. Í fyrsta lagi búum við yfir mikilli reynslu því við höfum verið í svona stöðu áður. Í öðru lagi er þessi leikur fullkominn fyrir stuðningsmenn okkar. Það á allt eftir að verða vitlaust ef við náum að byrja leikinn af kraft.

  Alla trefla á loft. Sæti í úrslitaleik á Evrópumóti er í húfi!

You´ll Never Walk Alone!!!!


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan