| Grétar Magnússon
Rafa Benítez skýrði frá því á blaðamannafundi fyrr í dag að hann muni ákveða á mánudaginn hvort hann hafi Glen Johnson í leikmannahópnum fyrir leikinn gegn Wigan. Johnson hefur verið frá síðan 29. desember en þá meiddist hann á hné í leik gegn Aston Villa.
Johnson hefur nú hafið æfingar að fullu eftir meiðslin og Benítez mun ákveða seint á mánudaginn hvort hann noti Johnson eða ekki.
,,Við eigum ekki við mikil meiðslavandræði að stríða núna," sagði Benítez á blaðamannafundi. ,,Skrtel og Aurelio eru meiddir eins og áður hefur komið fram. Aðrir leikmenn eru að koma til baka í góðu standi eftir að hafa spilað með landsliðum sínum."
,,Johnson hefur verið að æfa að undanförnu, ég mun því þurfa að taka ákvörðun um hvort hann verði í leikmannahópnum eða ekki."
Verði Johnson ekki notaður gegn Wigan er allt eins líklegt að hann verði með í leiknum gegn Lille í Frakklandi fimmtudaginn 11. mars.
Endurkoma Johnson í vörnina þýðir að Jamie Carragher mun þá fara yfir í miðvörðinn enda veitir ekki af því þar sem Martin Skrtel verður lengi frá.
TIL BAKA
Johnson gæti verið með á mánudag

Johnson hefur nú hafið æfingar að fullu eftir meiðslin og Benítez mun ákveða seint á mánudaginn hvort hann noti Johnson eða ekki.
,,Við eigum ekki við mikil meiðslavandræði að stríða núna," sagði Benítez á blaðamannafundi. ,,Skrtel og Aurelio eru meiddir eins og áður hefur komið fram. Aðrir leikmenn eru að koma til baka í góðu standi eftir að hafa spilað með landsliðum sínum."
,,Johnson hefur verið að æfa að undanförnu, ég mun því þurfa að taka ákvörðun um hvort hann verði í leikmannahópnum eða ekki."
Verði Johnson ekki notaður gegn Wigan er allt eins líklegt að hann verði með í leiknum gegn Lille í Frakklandi fimmtudaginn 11. mars.
Endurkoma Johnson í vörnina þýðir að Jamie Carragher mun þá fara yfir í miðvörðinn enda veitir ekki af því þar sem Martin Skrtel verður lengi frá.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Í minningu Diogo Jota -
| Sf. Gutt
Bræðurnir Diogo og André bornir til grafar -
| Sf. Gutt
Diogo Jota látinn -
| Sf. Gutt
Af EM -
| Sf. Gutt
Bara Real Madrid! -
| Sf. Gutt
Þrír Evrópumeistarar! -
| Sf. Gutt
Æfingaleikir sumarsins -
| Sf. Gutt
Annar nýr markmaður -
| Sf. Gutt
Milos Kerkez kominn til Liverpool -
| Sf. Gutt
Nathaniel Phillips heldur á braut
Fréttageymslan