| Grétar Magnússon

David Martin lánaður

Markvörðurinn David Martin hefur verið lánaður til Leeds United.  Mun hann vera næsta mánuðinn á Elland Road.

Stjóri Leeds, Simon Grayson sagði:  ,,David hefur góða reynslu miðað við að vera ungur markvörður og hann kemur á mikilvægum tíma.  Það er mikið leikjaálag framundan og við þurfum að hafa markverði hér sem geta komið inn í liðið og spilað."

Leeds eru sem stendur í efsta sæti League One og eru þeir með örugga forystu þar.

David er nýkominn úr láni hjá Tranmere Rovers þar sem hann var í mánuð.
 
Þess má geta að Liverpool lánaði annan markmann í dag. Ungliðinn Dean Bouzanis fór til Accrington Stanley. Ástralinn verður þar fram á annan dag nýs árs. Dean kom til Liverpool árið 2007 og hefur spilað með unglingaliðunum og varaliðinu.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan