| Sf. Gutt

Endurtökum leikinn!

Síðast þegar lið frá Manchester kom í heimsókn á Anfield Road þá lék Liverpool sinn besta leik á keppnistímabilinu og vann. Manchester United lá þá í valnum eftir 2:0 tap.

Manchester City kemur til Liverpool á morgun. Rafael Benítez hvetur sína menn til að endurtaka leikinn gegn grönnum United, spila vel og vinna!

"Við verðum að standa okkur, spila vel og ef við spilum eins vel og í þeim leik þá getum við lagt hvaða lið að velli sem er. Fyrst við gátum unnið United með því að spila vel þá held ég að við getum líka gert það gegn City."
 
"Það er mikilvæg vika framundan en allar vikur eru svo sem þýðingarmiklar hjá félaginu okkar. Vonandi verður, þegar kemur fram í apríl, líka talað um að mikilvæg vika sé framundan. Það þýddi að við værum þá í þeirri stöðu að hafa að einhverju að keppa. En fyrst verðum við að reyna að leggja City að velli. Svo þurfum við að einbeita okkur að leiknum gegn Debrecen og næst að leiknum við Everton. Við ætlum okkur að taka eitt skref í einu."

Til að Liverpool endurtaki leikinn gegn Machester United þurfa allir að leggjast á eitt. Áhorfendur verða að styðja við liðið sitt. Allir leikmenn Liverpool verða að mæta einbeittir til leiks. Hver einasti leikmaður verður að berjast eins og ljón og fórna sér fyrir félagið sitt og félaga sína. Þetta er nú ekki flókin uppskrift og leikmenn Liverpool ættu að fara eftir henni í hverjum einasta leik. Þá mun vel farnast!TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan