Liverpoolklúbburinn á Íslandi

Liverpoolklúbburinn á Íslandi
  • LFCHistory.net
  • KOP.is
  • Forsíða
  • Fréttir
  • Tímabilið 2022/2023
    • Leikir og úrslit
    • Tölfræðin
    • Úrvalsdeildin
    Leikmenn
  • Klúbburinn
    • Félagsgjöld
    • Fríðindi
    • Fyrirspurnir
    • Í beinni
    • Liverpoolferðir
    • Lög klúbbsins
    • Forsíður Rauða Hersins
    • Skráning
    • Stjórn
    • Svipmyndir
    • Um klúbbinn
    • Um vefinn
    Liverpoolklúbburinn á Íslandi

    Liverpoolklúbburinn á Íslandi var stofnaður 26. mars 1994 á Ölveri. Meðlimir voru 30 talsins í upphafi en nú eru um 2100 virkir félagar í klúbbnum.

    Við gefum út 4 fréttabréf yfir tímabilið á Englandi, hvert blað 40-48 bls. í A-4 broti og allt í lit. Blaðið samanstendur af einkaviðtölum sem og þýddum viðtölum við leikmenn, ferðasögum, sagnfræði og naflaskoðun á gengi liðsins hverju sinni.

  • Liverpool FC
    • Saga félagsins
    • Framkvæmdastjórar
    • Titlar
    • Anfield
    • The Kop
    • The Academy
    • Hillsborough slysið
    • Nágrannarígur
    • HM & Liverpool
    • Erlendir leikmenn
    • Goðsagnir
    • Söngbókin
    • Leikjahæstir
    • Markahæstir
    Liverpool Football Club

    Liverpool er einn sigursælasta knattspyrnufélag Englands. Félagið var stofnað þann 3. júní 1892.

  • Annað efni
    • Í nærmynd
    • Eldri kannanir
    • Tenglar
    • Veggfóður
    Úr ýmsum áttum

    Hér er efni úr ýmsum áttum. Til dæmis frábær veggfóður (e. wallpapers) frá Sigga Reynis

Fréttir

  • Forsíða
  • Fréttir
  • Frétt
Sjá leikmann
fim. 19. nóvember 2009 22:59 | Ólafur Haukur Tómasson

Kamerúnar vilja Ngog

Tweet
Franski framherjinn David Ngog hefur staðið sig vel með Liverpool á leiktíðinni þar sem hann er búinn að skora fjögur mörk í níu leikjum. Framganga hans hefur ekki farið framhjá Paul Le Guen, þjálfara kamerúnska landsliðsins sem nýlega tryggði sér sæti á Heimsmeistaramótið næsta sumar, hann vill nú reyna að fá Ngog til að leika fyrir Kamerúni á mótinu.

Ngog hefur leikið með öllum yngri landsliðum Frakka og skorað þar fjöldann allan af mörkum á þeim tíma. Hann hefur hins vegar ekki leikið með A-landsliði Frakka og því er honum frjálst að taka þá ákvörðun að spila fyrir Kamerún þar sem að faðir hans er Kamerúni.

Ngog segist vera upp með sér yfir áhuga Le Guen og segist ætla að skoða málið: "Ég hef verið í sambandi við knattspyrnusamband Kamerún og nú þarf ég smá tíma til að íhuga málin. Ég er mjög upp með mér."

Tæki Ngog þá ákvörðun að spila fyrir hönd Kamerún þá gæti það þýtt að hann færi með liðinu í Afríkukeppnina sem fer fram í janúar næst komandi og myndi það þýða að Liverpool missi hann úr leikmannahópi sínum í tæpan mánuð sem er alls ekki gott eins og ástandið er í dag.

Það er greinilegt að Ngog hefur úr miklu að velja en muni hann velja að spila fyrir Kamerúni þá mun hann líklegast spila með Samuel Eto'o framherja Inter Milan og spennandi yrði að sjá hvernig hann gæti þróast við það að spila reglulega með tveimur skæðustu framherjum heims, Fernando Torres og Samuel Eto'o. Þetta er auðvitað einnig kjörið tækifæri fyrir Ngog að fá tækifæri á að taka þátt í Heimsmeistaramótinu.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
  • 03. feb. 21:18 | Sf. Gutt
    Úr leik!
  • 02. feb. 12:31 | Sf. Gutt
    Seytján tognanir!
  • 01. feb. 23:50 | Sf. Gutt
    Ibrahima Konaté meiddur
  • 31. jan. 21:58 | Sf. Gutt
    Aftur tap í Brighton
  • 30. jan. 22:28 | Sf. Gutt
    Af kvennaliðinu
  • 30. jan. 07:00 | Sf. Gutt
    Hvað gerist? - Uppfært í dag og fram á kvöld!
  • 28. jan. 13:05 | Sf. Gutt
    Af leikmannamálum
  • 27. jan. 17:04 | Sf. Gutt
    Styttist í endurkomu
  • 25. jan. 18:00 | Sf. Gutt
    Leikjatilfærslur
  • 24. jan. 17:00 | Sf. Gutt
    Vítaspyrnuþurrkur!
Fleiri fréttir
Fréttageymslan

Allur réttur áskilinn, © Liverpoolklúbburinn á Íslandi, 1999 - 2023

Email: [email protected].

Liverpoolklúbburinn á Íslandi á Facebook
  • Skráðu þig í klúbbinn
  • Félagsgjöld
  • Fyrirspurnir
  • Í beinni