| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Torres hlakkar til að mæta Chelsea
Fernando Torres hlakkar til að mæta Chelsea á sunnudaginn eftir viku, en ef Liverpool vinnur þann leik verða liðin jöfn að stigum.
Torres átti stórleik gegn Hull í gær og skoraði fjórðu þrennu sína fyrir Liverpool, þrátt fyrir að spila einungis 67 mínútur leiksins!
Aðspurður hvort hann hefði verið svekktur yfir því að vera skipt svo snemma út af svaraði Torres því strax neitandi. Sagðist þess í stað glaður fyrir hönd fyrir Ryan Babel, sem kom inn á fyrir Torres og setti tvö mörk. ,,Ég vil auðvitað alltaf spila alla leiki til enda, en það er ekki liðinu fyrir bestu. Það vita allir."
,,Babel kom inn á og skoraði 2 mörk og það var frábært fyrir hann, því hann á svo sannarlega skilið að spila."
,,Þetta var frábær dagur hjá okkur. Það var auðvitað frábært að skora þrennu, en það var líka frábært að liðið skoraði 6 mörk og lék virkilega vel."
,,Við vissum að við yrðum að taka okkur saman í andlitinu eftir dapra byrjun á leiktíðinni og nú virðumst við vera komnir á rétt ról. Við erum kannski ekki komnir í toppform, en við erum á réttri leið."
Við erum að vinna leiki gegn liðum sem við lentum í basli með á síðustu leiktíð og það gefur okkur mikið sjálfstraust. Við vitum að við getum unnið stórliðin, en við höfum dottið niður í leikjum sem við ættum undir venjulegum kringumstæðum að vinna. Nú erum við að vinna þá leiki. Það er góðs viti."
,,Við spilum mjög vel þessa stundina og vonandi höldum við því áfram. Það er stórleikur hjá okkur um næstu helgi, þegar við mætum Chelsea í sannkölluðum toppslag. Ef við vinnum þann leik þá eru liðin jöfn að stigum, þannig að við hlökkum mikið til."
,,En næsti leikur er gegn Fiorentina í Meistaradeildinni og nú einbeitum við okkur að honum. Eftir það getum við einbeitt okkur að leiknum gegn Chelsea. Við unnum þá á Stamford Bridge í fyrra og það væri óskandi að við næðum að endurtaka það. Það myndi koma okkur í mjög vænlega stöðu."
Torres átti stórleik gegn Hull í gær og skoraði fjórðu þrennu sína fyrir Liverpool, þrátt fyrir að spila einungis 67 mínútur leiksins!
Aðspurður hvort hann hefði verið svekktur yfir því að vera skipt svo snemma út af svaraði Torres því strax neitandi. Sagðist þess í stað glaður fyrir hönd fyrir Ryan Babel, sem kom inn á fyrir Torres og setti tvö mörk. ,,Ég vil auðvitað alltaf spila alla leiki til enda, en það er ekki liðinu fyrir bestu. Það vita allir."
,,Babel kom inn á og skoraði 2 mörk og það var frábært fyrir hann, því hann á svo sannarlega skilið að spila."
,,Þetta var frábær dagur hjá okkur. Það var auðvitað frábært að skora þrennu, en það var líka frábært að liðið skoraði 6 mörk og lék virkilega vel."
,,Við vissum að við yrðum að taka okkur saman í andlitinu eftir dapra byrjun á leiktíðinni og nú virðumst við vera komnir á rétt ról. Við erum kannski ekki komnir í toppform, en við erum á réttri leið."
Við erum að vinna leiki gegn liðum sem við lentum í basli með á síðustu leiktíð og það gefur okkur mikið sjálfstraust. Við vitum að við getum unnið stórliðin, en við höfum dottið niður í leikjum sem við ættum undir venjulegum kringumstæðum að vinna. Nú erum við að vinna þá leiki. Það er góðs viti."
,,Við spilum mjög vel þessa stundina og vonandi höldum við því áfram. Það er stórleikur hjá okkur um næstu helgi, þegar við mætum Chelsea í sannkölluðum toppslag. Ef við vinnum þann leik þá eru liðin jöfn að stigum, þannig að við hlökkum mikið til."
,,En næsti leikur er gegn Fiorentina í Meistaradeildinni og nú einbeitum við okkur að honum. Eftir það getum við einbeitt okkur að leiknum gegn Chelsea. Við unnum þá á Stamford Bridge í fyrra og það væri óskandi að við næðum að endurtaka það. Það myndi koma okkur í mjög vænlega stöðu."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah þokast upp markalistann! -
| Sf. Gutt
Sterkur sigur! -
| Sf. Gutt
Ég er sallarólegur! -
| Sf. Gutt
Vilja vinna allar keppnir! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Meiðslafréttir -
| Sf. Gutt
Jafnglími í höfuðstaðnum -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu -
| Sf. Gutt
Nýtt félagsmet!
Fréttageymslan