| HI

Spyrjið Alonso um framtíðina

Rafael Benítez sagði eftir leikinn gegn landsliði Singapore í dag að Alonso sjálfur verði nú að svara spurningum um framtíð sína hjá félaginu.

Alonso lék í fimmtán mínútur í leiknum í morgun. Benítez var spurður eftir leikinn hvort þetta væri hugsanlega síðasti leikur hans með Liverpool. "Þetta er spurning sem þú verður að spyrja hann. Við höfum rætt þetta í tvo mánuði en ég held að þetta sé spurning fyrir hann, ekki okkur. Hann á þrjú ár eftir af samningi sínum og við vitum að hann er frábær leikmaður - þess vegna keyptum við hann og endurnýjuðum samninginn við hann. Svo að þú verður að spyrja hann."

Stuðningsmenn Liverpool sem voru á vellinum hvöttu hins vegar Xabi til að vera um kyrrt. "Ég sagði honum að hlusta á stuðningsmennina. Þeir dýrka Xabi. Ég sagði við hann að kannski yrði hann að vera kyrr. Allir liðsfélagar hans vilja að hann verði áfram. Ef ég held Xabi verð ég mjög ánægður."

Daily Mail segir að allar líkur séu á að Real Madrid og Liverpool komist að samkomulagi síðar í vikunni um kaupin á Alonso, og að kaupverðið verði nær 30 milljónum punda en þeim 35 milljónum sem áður var rætt um.
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan