| Ólafur Haukur Tómasson
Hollendingurinn efnilegi, Ryan Babel, segir að enska Úrvalsdeildin sé sterkasta deild heims og bendir hann á þá staðreynd að fjögur af þeim átta liðum sem eru í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar eru frá Englandi, það gerðist einnig á síðasta tímabili.
"Þetta sýnir bara að Úrvalsdeildin er sterkasta deild heims og hefur líklegast verið það síðustu ár. Þetta er mjög jákvætt fyrir stig leiksins á Englandi og tel ég að þetta muni verða enn betra í framtíðinni.
Að sigra Real Madrid á heima- og útivelli eins og við gerðum ýtir undir það sem ég segi. Fólk talar um að Madrid séu stærsta félag heims, með bestu leikmenn heims og spila besta fótboltanum, við sýndum að í augnablikinu erum við miklu betri en þeir eru.
Þess vegna segi ég að Úrvalsdeildin sé sterkasta deild í heimi." sagði Babel.
Ryan Babel hefur verið að leika vel í undanförnum leikjum eins og flest allir aðrir leikmenn liðsins. Liðið hefur unnið síðustu þrjá leiki sína gegn Manchester United, Real Madrid og Aston Villa, og allt voru það stórsigrar. Ryan lék einn sinn allra besta leik fyrir Liverpool á tímabilinu gegn Real Madrid og hefði hann getað skorað í bæði leikjunum gegn Manchester United og Real Madrid.
TIL BAKA
Babel: Úrvalsdeildin er sú besta!
Hollendingurinn efnilegi, Ryan Babel, segir að enska Úrvalsdeildin sé sterkasta deild heims og bendir hann á þá staðreynd að fjögur af þeim átta liðum sem eru í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar eru frá Englandi, það gerðist einnig á síðasta tímabili."Þetta sýnir bara að Úrvalsdeildin er sterkasta deild heims og hefur líklegast verið það síðustu ár. Þetta er mjög jákvætt fyrir stig leiksins á Englandi og tel ég að þetta muni verða enn betra í framtíðinni.
Að sigra Real Madrid á heima- og útivelli eins og við gerðum ýtir undir það sem ég segi. Fólk talar um að Madrid séu stærsta félag heims, með bestu leikmenn heims og spila besta fótboltanum, við sýndum að í augnablikinu erum við miklu betri en þeir eru.
Þess vegna segi ég að Úrvalsdeildin sé sterkasta deild í heimi." sagði Babel.
Ryan Babel hefur verið að leika vel í undanförnum leikjum eins og flest allir aðrir leikmenn liðsins. Liðið hefur unnið síðustu þrjá leiki sína gegn Manchester United, Real Madrid og Aston Villa, og allt voru það stórsigrar. Ryan lék einn sinn allra besta leik fyrir Liverpool á tímabilinu gegn Real Madrid og hefði hann getað skorað í bæði leikjunum gegn Manchester United og Real Madrid.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Jeremine Frimpong meiddur -
| Sf. Gutt
Vildi sýna öllum virðingu -
| Sf. Gutt
Alisson meiddur -
| Sf. Gutt
Curtis með met! -
| Sf. Gutt
Stórsigur í Þýskalandi! -
| Sf. Gutt
Ryan Gravenberch meiddur -
| Sf. Gutt
Meiðslafréttir -
| Sf. Gutt
Jafnt í fyrsta leik ársins -
| Sf. Gutt
Matt Beard borinn til grafar -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu
Fréttageymslan

