| Sf. Gutt

Jose þakkar stuðningsmönnum Liverpool

Jose Reina var hinn kátasti eftir 4:0 stórsigur Liverpool á Real Madrid. Fyrir leikinn bað hann stuðningsmenn Liverpool um að hjálpa til við að slá Real út.

"Við þurfum að finna að stuðningsmennirnir styðji alveg brjálaðir við bakið á okkur. Við höfum oft talað um að við viljum að Anfield sé eins og virki og núna er eitt að þeim skiptum sem við þurfum við á því að halda að svo verði. Þegar allir hjálpast að verður verkið auðveldara fyrir okkur. Stuðningsmennirnir geta skipt sköpum í þessum leik eins og þeir hafa gert áður. Vonandi gera þeir það líka núna."

Jose Reina þurfti ekki að hafa neinar áhyggjur. Stuðningsmenn Liverpool fylktu sér að baki liðinu sínu og lögðu sitt af mörkum í sigrinum. Jose var líka kátur eftir leikinn.

"Við erum ánægðir með úrslitin og stemmninguna á leiknum. Við ætluðum okkur að komast í átta liða úrslit og ég er mjög ánægður með að það tókst. Við vissum að stuðningsmenn okkar myndu rétta okkur hjálparhönd. Við náðum strax undirtökum og skoruðum tvö mörk snemma í leiknum. Það hjálpaði okkur mikið. Það er aldrei auðvelt fyrir gestalið að spila á Anfield og það er nokkuð langt síðan við höfum tapað þar. Úrslitin urðu ekki þessi vegna þess að Madrid lék illa heldur vegna þess hversu við spiluðum vel. Það er mjög góður andi í liðshópnum hjá okkur og það er erfitt að leggja okkur að velli þegar andinn er svona góður."

Ekki spillti það sigurgleðinni hjá Jose Reina að sigur skyldi vinnast á Konunglega liðinu í Madrid því pabbi hans Jose var áður markmaður hjá Atletico Madrid! Jose hefur því lengi borið hlýjan hug til Atletico. Hann lék svo auðvitað með Barcelona erkióvinum Real. Það hefur því verið glatt á hjalla hjá Reina fjölskyldunni í gærkvöldi!

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan