Yossi Benayoun meiddur
Ísraelsmaðurinn Yossi Benayoun tognaði aftan á læri á æfingu um helgina. Þessi meiðsli komu á versta tíma fyrir Liverpool en Yossi er búinn að leika frábærlega síðustu vikurnar.
Samkvæmt fréttum þá verður Yossi hugsanlega úr leik í hálfan mánuð eða svo. Þetta þýðir að hann missir af Evrópuleiknum við Real Madrid á þriðjudagskvöldið og stórslagnum gegn Manchester United á laugardaginn. Annars á hann að fara í myndatöku í dag og þá kemur í ljós hversu alvarleg meiðslin eru.
Sem fyrr þá hefur Yossi leikið frábærlega með Liverpool upp á síðkastið. Hann hefur skorað tvö mörk í síðustu þremur leikjum og átt þátt í að minnsta kosti fjórum mörkum síðustu vikurnar.
-
| Sf. Gutt
Meiðslafréttir -
| Sf. Gutt
Jafnt í fyrsta leik ársins -
| Sf. Gutt
Matt Beard borinn til grafar -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu -
| Sf. Gutt
Fyrir 15 árum! -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Álfumet hjá Mohamed Salah! -
| Sf. Gutt
Ibrahima Konaté ekki til Íslands -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir