| Sf. Gutt

Mark spáir í spilin

Leikmenn Liverpool og Manchester City hlaupa til leiks á Anfield Road eftir matinn á morgun. Þá verður hálfur mánuður og degi betur liðinn frá því Liverpool spilaði síðast. Liverpool var, því miður, í fríi um síðustu helgi en þá var leikið í F.A. bikarnum. Brottfalli liðinu úr þeirri keppni verður ekki breytt en vonandi verður þessi góða hvíld liðsmönnum til góðs. Hvíld er jú góð sagði einhver til forna!

Það eru margir stórleikir framundan hjá Liverpool á næstu vikum. Segja má með rökum að hver einasti leikur Liverpool í deildinni og til vors sé í raun alger stórleikur. Liverpool má ekki við því að missa Manchester United lengra fram úr sér ef möguleiki á að vera að vinna Englandsmeistaratitilinn. Nú verður að vinna alla leiki og svo að vona að Manchester United verði á í messunni!

Fróðleiksmolar...

- Liverpool er í öðru sæti deildarinnar á eftir Manchester United.

- Liverpool gæti verið átta stigum á Manchester United þegar leikurinn hefst.

- Þeir Jose Reina, Jamie Carragher og Dirk Kuyt hafa leikið alla deildarleiki Liverpool á leiktíðinni. Þeir eru einu leikmenn Liverpool sem hafa gert það.

- Þetta verður fyrsti leikur Liverpool í fimmtán daga.

- Skori Liverpool ekki eru mestar líkur á að leiknum ljúki án marka. Svoleiðis hefur öllum fimm leikjum Liverpool lyktað á þessari leiktíð sem liðið hefur ekki skorað í.

- Liverpool er með tíu stigum meira en á sama tíma á síðustu leiktíð

- Liverpool vann leik liðanna í Manchester í haust 3:2. Fyrir þann leik höfðu aðeins verið skoruð fjögur mörk í síðustu sex leikjum liðanna.

- Fernando Torres hefur skorað þrjú mörk í þremur leikjum sínum gegn Manchester City.

- Xabi Alonso mun ekki spila með Liverpool því hann er í leikbanni.

- Albert Riera lék sem lánsmaður með Manchester City og gæti mætt sínum gömlu félögum.

- Einn fyrrum leikmaður Liverpool er í herbúðum Manchester City. Þetta er Craig Bellamy. Hann er áður búinn að leika gegn Liverpool á leiktíðinni með West Ham United.

- Síðasti deildarleikur liðanna á Anfield Road 4. maí 2008. Liverpool : Manchester City. 1:0. Mark Liverpool: Fernando Torres (48. mín.).

Spá Mark Lawrenson

Liverpool v Manchester City

Allir vita að það eru einn eða tveir veikleikar í liði Liverpool. Í liðinu eru fáir leikmenn sem geta gert út um leiki ef þeir Steven Gerrard og Fernando Torres eru frátaldir. Liðið getur ekki látlaust treyst á að þeir geri út um leiki. Það eru risaleikir framundan hjá liðinu í næstu viku. Fyrst gegn Madrid og svo kemur útileikur gegn Manchester United og þann leik verður liðið að vinna til að eiga möguleika á titlinum. Liðið verður því að halda sínu striki. City hefur enga líkamlega sterka leikmenn í sókninni og þess vegna á liðið jafnan erfitt uppdráttar á útivöllum. Liðið er því brothætt og auðveld bráð í útileikjum.

Úrskurður: Liverpool v Manchester City 3:0.

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan