Dossena ekki á leið burt
Rafael Benítez segir það ekki standa til að selja Andrea Dossena í janúar. Dossenda hefur ekki staðið undir væntingum og átt erfitt með að festa sig í sessi hjá Liverpool og nú hefur hinn ungi Emiliano Insua verið tekinn fram fyrir hann.
Dossena kom síðastliðið sumar frá Udinese og talið er að hann hafi kostað um sjö milljónir punda. Hann fékk tækifæri til að byrja með en þótti ekki standa sig nógu vel og missti sæti sitt til Fabio Aurelio. Þegar hann svo meiddist leitaði Benítez til Insua og því hefur verið talið líklegt að Ítalinn fari í janúar.
Benítez hefur nú útilokað það. "Ég er ekki að hugsa um að selja Dossena. Ég held að það sé mikilvægt að halda hópnum saman."
Svo mörg voru þau orð.
-
| Sf. Gutt
Hvað gerist? - Uppfært í dag og fram á kvöld! -
| Sf. Gutt
Nýr varafyrirliði -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Mummi
Fjölskylduhátíð Liverpoolklúbbsins á Íslandi -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Verðlaun í fyrsta leik! -
| Sf. Gutt
Enn orðaður við Liverpool -
| Sf. Gutt
Sagan endalausa! -
| Sf. Gutt
Verðlaun í fyrsta leik!