Búið að dagsetja bikarslaginn
Á þrettánda degi jóla tilkynnist að búið er að dagsetja bikarslag Liverpool og Everton í 4. umferð F.A. bikarins. Leikurinn fer fram á Anfield Road sunnudaginn 25. janúar. Hólmgangan hefst klukkan fjögur síðdegis.
Eins og öllum ætti að vera kunnugt um þá leiða grannarnir saman hesta sína í deildarleik mánudaginn 19. janúar og mætast þeir því tvívegis á sjö dögum! Það þarf því ekki að fara í neinar grafgötur um helsta umræðuefnið í Liverpool borg þá vikuna!
Eftir að bikarleikurinn var dagsettur færðist einn deildarleikur Liverpool til. Liverpool átti að spila við Wiagn á JJB leikvanginum þriðjudagskvöldið 27. janúar en sá leikur hefur nú verið færður aftur um einn sólarhring og fer fram kvöldið eftir.
-
| Sf. Gutt
Harvey Elliott lánaður -
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Alexander Isak keyptur fyrir metfé! -
| Sf. Gutt
Hvað gerist? - Uppfært í dag og fram á kvöld! -
| Sf. Gutt
Nýr varafyrirliði -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Mummi
Fjölskylduhátíð Liverpoolklúbbsins á Íslandi -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Verðlaun í fyrsta leik!